Stjórnir Þýskalands og Bretlands vilja hernað Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. desember 2015 07:00 Angela Merkel Þýskalandskanslari, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og FranÇois Hollande Frakklandsforseti á leiðtogafundi í Brussel í október Fréttablaðið/EPA Þýska stjórnin samþykkti í gær taka þátt í hernaði Frakka gegn „Íslamska ríkinu“ í Sýrlandi. Stjórnin vonast til þess að fá samþykki þingsins á föstudaginn. Angela Merkel kanslari hefur heitið því að útvega að minnsta kosti þúsund hermenn ásamt herþotum og freigátu. Frakkar hófu lofthernað gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi strax í kjölfar voðaverkanna í París í síðasta mánuði. Sjálfsvígsárárásir kostuðu þar 130 manns lífið. Ursula von Leyen varnarmálaráðherra tók fram að ekkert hernaðarsamstarf við stjórn Bashars al Assad forseta komi til greina. Hún sagði hins vegar mikilvægt að koma í veg fyrir að ríkisvaldið í Sýrlandi hrynji. Ekki megi endurtaka mistökin frá Írak þegar stuðningsmönnum Saddams Hussein var öllum bolað burt, með þeim afleiðingum meðal annars að margir þeirra eru nú gengnir til liðs við Íslamska ríkið. Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra segir síðan óhjákvæmilegt að reikna með því að þessi hernaður muni dragast verulega á langinn. André Wüstner, sem er formaður Bandalags þýskra hermanna, tekur í sama streng: „Ég reikna með að þessi hernaður, ef við sinnum honum af alvöru, muni vara töluvert lengur en tíu ár,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í gærmorgun. Breska stjórnin hefur sömuleiðis ákveðið að halda í hernað gegn Íslamska ríkinu. Reiknað er með því að breska þingið samþykki loftárásir með miklum meirihluta. Málið verður rætt á breska þinginu í dag og eru tíu klukkustundir ætlaðar til umræðnanna. Miklu skiptir fyrir úrslitin að Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, ákvað að þingmenn flokksins hefðu frjálsar hendur um atkvæðagreiðslu í staðinn fyrir að skylda þá til þess að greiða atkvæði gegn árásunum, eins og hann hefði getað gert í krafti leiðtogavalds síns. Þar með þykir ljóst að heimildin verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, þótt vitað sé að hluti Verkamannaflokksins og einhver hluti Íhaldsflokksins muni greiða atkvæði gegn henni. Þá hefur arabíska fréttastöðin Al Jazeera skýrt frá því að Sýrlenska þjóðarbandalagið hafi, ásamt fleiri samtökum sýrlenskra stjórnarandstæðinga, samþykkt að taka þátt í friðarviðræðum síðar í mánuðinum í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Þýska stjórnin samþykkti í gær taka þátt í hernaði Frakka gegn „Íslamska ríkinu“ í Sýrlandi. Stjórnin vonast til þess að fá samþykki þingsins á föstudaginn. Angela Merkel kanslari hefur heitið því að útvega að minnsta kosti þúsund hermenn ásamt herþotum og freigátu. Frakkar hófu lofthernað gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi strax í kjölfar voðaverkanna í París í síðasta mánuði. Sjálfsvígsárárásir kostuðu þar 130 manns lífið. Ursula von Leyen varnarmálaráðherra tók fram að ekkert hernaðarsamstarf við stjórn Bashars al Assad forseta komi til greina. Hún sagði hins vegar mikilvægt að koma í veg fyrir að ríkisvaldið í Sýrlandi hrynji. Ekki megi endurtaka mistökin frá Írak þegar stuðningsmönnum Saddams Hussein var öllum bolað burt, með þeim afleiðingum meðal annars að margir þeirra eru nú gengnir til liðs við Íslamska ríkið. Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra segir síðan óhjákvæmilegt að reikna með því að þessi hernaður muni dragast verulega á langinn. André Wüstner, sem er formaður Bandalags þýskra hermanna, tekur í sama streng: „Ég reikna með að þessi hernaður, ef við sinnum honum af alvöru, muni vara töluvert lengur en tíu ár,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í gærmorgun. Breska stjórnin hefur sömuleiðis ákveðið að halda í hernað gegn Íslamska ríkinu. Reiknað er með því að breska þingið samþykki loftárásir með miklum meirihluta. Málið verður rætt á breska þinginu í dag og eru tíu klukkustundir ætlaðar til umræðnanna. Miklu skiptir fyrir úrslitin að Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, ákvað að þingmenn flokksins hefðu frjálsar hendur um atkvæðagreiðslu í staðinn fyrir að skylda þá til þess að greiða atkvæði gegn árásunum, eins og hann hefði getað gert í krafti leiðtogavalds síns. Þar með þykir ljóst að heimildin verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, þótt vitað sé að hluti Verkamannaflokksins og einhver hluti Íhaldsflokksins muni greiða atkvæði gegn henni. Þá hefur arabíska fréttastöðin Al Jazeera skýrt frá því að Sýrlenska þjóðarbandalagið hafi, ásamt fleiri samtökum sýrlenskra stjórnarandstæðinga, samþykkt að taka þátt í friðarviðræðum síðar í mánuðinum í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira