Enski boltinn

QPR vill fá Hasselbaink

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hasselbaink fagnar með Eiði Smára er þeir léku saman með Chelsea.
Hasselbaink fagnar með Eiði Smára er þeir léku saman með Chelsea. vísir/getty
QPR er enn í stjóraleit og nú er félagið farið í viðræður við Jimmy Floyd Hasselbaink, fyrrum framherja Chelsea.

Chris Ramsey var rekinn frá félaginu og Neil Warnock hefur leyst stjórastöðuna tímabundið síðan þá. Ramsey féll með liðið úr úrvalsdeildinni í fyrra og liðið byrjaði svo ekki vel í B-deildinni.

QPR hefur rætt við tólf stjóra um starfið og eftir þau viðtöl er Hasselbaink efstur á blaði hjá félaginu.

Hinn hollenski Hasselbaink hóf þjálfaraferil sinn hjá Royal Antwerp og tók síðan við Burton á Englandi. Hann vann D-deildina með liðinu á síðustu leiktíð.

Liðið hefur síðan verið á siglingu í C-deildinni í vetur og er aðeins tveim stigum frá toppsætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×