Fótbolti

Danir að fá norskan landsliðsþjálfara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Åge Hareide.
Åge Hareide. vísir/getty
Það lítur út fyrir að Åge Hareide verði næsti landsliðsþjálfari Dana en Morten Olsen er hættur með liðið eins og áður hefur komið fram.

Hareide er að þjálfa Kári Árnason og félaga hjá Malmö FF í Svíþjóð og samkvæmt Sydsvenskan verður leikurinn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni þann 8. desember hans síðasti með liðið.

Samkvæmt heimildum miðilsins er þegar búið að segja frá þessu hjá félaginu. Hareide mun hafa náð samkomulagi við danska knattspyrnusambandið eftir leik Malmö og PSG á dögunum.

Hareide vildi ekki svara spurningum um hvort hann væri búinn að semja við Dani.

Hann er 62 ára gamall og afar reyndur. Hann þjálfaði norska landsliðið frá 2003 til 2008. Hann hefur einnig þjálfað Bröndby, Rosenborg og Viking meðal annars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×