Enski boltinn

Cazorla frá í minnst þrjá mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Santi Cazorla í leiknum um helgina.
Santi Cazorla í leiknum um helgina. Vísir/Getty
Miðjumaðurinn Santi Cazorla verður frá næstu þrjá mánuðina hið minnsta samkvæmt frétt sem birtist í The Guardian í dag.

Cazorla meiddist í leik Arsenal og Norwich um helgina er hann fékk högg á hnéð undir lok fyrri hálfleiks. Hann kláraði þó leikinn en í gær kom í ljós að liðbönd í hnénu eru sködduð.

Sjá einnig: Cazorla með sködduð liðbönd í hné

Alls þrír leikmenn hlutu meiðsli í umræddum leik gegn Norwich en þeir Alexis Sanchez og Laurent Koscielny fóru báðir af velli vegna meiðsla.

„Það sem veldur manni áhyggjum er að þetta versnaði eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Wenger um meiðsli Cazorla en hann var búinn að nota allar sínar skiptingar þegar í ljós kom að Cazorla gat ekki haldið áfram.

Talið er að Sanchez verði frá næstu vikurnar en meiðsli Koscielny eru ekki jafn alvarleg og í fyrstu var talið.

Sjá einnig: Meiðslin hrannast upp hjá Arsenal




Fleiri fréttir

Sjá meira


×