Enski boltinn

Sjáðu Klopp blóta á blaðamannafundi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Klopp er skrautlegur maður.
Klopp er skrautlegur maður. Vísir/Getty
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag þar sem hann var beðinn um að gera upp fyrstu vikur sínar hjá félaginu.

Klopp tók við um miðjan október en síðan þá hefur hann stýrt liðinu í tíu leikjum. Hann er heilt yfir ánægður en var þó ekki ánægður með tapið gegn Crystal Palace á heimavelli þann 8. nóvember.

„Stundum væri ég til að geta breytt um persónuleika því ég kemst bara ekki yfir þetta helvítis tap gegn Crystal Palace,“ sagði hann og uppskar hlátur viðstaddra í salnum enda harla óvenjulegt að knattspyrnustjóri blóti á blaðamannafundi.

Sjón er sögu ríkari en upptaka af atvikinu má sjá á heimasíðu Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×