AC Milan tilkynnti í morgun að félagið hafi sagt upp knattspyrnustjóranum Filippo Inzaghi eftir aðeins eitt ár í starfi.
Inzaghi lék með liðinu við góðan orðstír í rúman áratug og tók við starfi knattspyrnustjóra fyrir ári síðan eftir að hafa þjálfað yngri lið félagsins í tvö ár.
AC Milan endaði hins vegar í tíunda sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í vor og komst því ekki í Evrópukeppni annað árið í röð. Liðið vann aðeins sjö deildarleiki eftir áramót og endaði 35 stigum á eftir meisturum Juventus.
Fyrr í mánuðinum sagði Adriano Galliani, stjórnarformaður félagsins, við ítalska fjölmiðla að Inzaghi yrði ekki stjóri AC Milan á næstu leiktíð og það hefur nú verið staðfest með formlegum hætti.
Búið að reka Inzaghi frá AC Milan
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn


Starf Amorims öruggt
Enski boltinn

Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn

