Costa Concordia dregið af stað Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2014 10:50 vísir/ap Ítalska skemmtiferðaskipið Costa Concordia er nú í sinni hinstu siglingu en flak skipsins var dregið af stað í dag. Flakið verður dregið til hafnar í Genóa á Ítalíu þar sem það verður rifið niður í brotajárn. Skipinu hefur verið haldið á floti í níu daga með gríðar stórum flothylkjum sem búið er að festa við skipið. Áætlað er að ferðin muni taka fjóra daga, en siglt verður á gönguhraða, eða á um fjórum kílómetrum á klukkustund. Skipið verður dregið af tveimur bátum og verða tíu aðrir með í för til að fylgjast með gangi mála, hreinsa upp eiturefni og annað sem gæti fallið til. Framkvæmdir þessar eru þær stærstu og umfangsmestu í sögunni og hefur töluverð spenna fylgt þeim því ýmislegt sem gæti farið úrskeiðis. Náttúran á strandstað er afar viðkvæm og lífríki fjölbreytt og kom því aldrei til greina að sprengja eða rífa skipið á strandstað. Svæðið er friðlýst og hefði það valdið of miklu tjóni. Umhverfisverndarsamtök á Ítalíu hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna hugsanlegs mengunarslyss sem skipið gæti valdið, en telja eigendur skipsins samtökin ofmeta hættuna. Rúmlega fjögur þúsund og tvö hundruð manns, af sextíu þjóðernum, voru um borð í skipinu þegar það steytti á skeri undan ströndum eyjunnar Giglio hinn þrettánda janúar 2012. Alls létust þrjátíu og tveir. Skipstjórinn og fimm aðrir úr áhöfninni voru sakfelldir fyrir manndráp vegna málsins. Kostnaður við verkefnið er þegar kominn upp í milljarð evra, en heildarkostnaður er talinn verða um einn og hálfur milljarður evra. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Ítalska skemmtiferðaskipið Costa Concordia er nú í sinni hinstu siglingu en flak skipsins var dregið af stað í dag. Flakið verður dregið til hafnar í Genóa á Ítalíu þar sem það verður rifið niður í brotajárn. Skipinu hefur verið haldið á floti í níu daga með gríðar stórum flothylkjum sem búið er að festa við skipið. Áætlað er að ferðin muni taka fjóra daga, en siglt verður á gönguhraða, eða á um fjórum kílómetrum á klukkustund. Skipið verður dregið af tveimur bátum og verða tíu aðrir með í för til að fylgjast með gangi mála, hreinsa upp eiturefni og annað sem gæti fallið til. Framkvæmdir þessar eru þær stærstu og umfangsmestu í sögunni og hefur töluverð spenna fylgt þeim því ýmislegt sem gæti farið úrskeiðis. Náttúran á strandstað er afar viðkvæm og lífríki fjölbreytt og kom því aldrei til greina að sprengja eða rífa skipið á strandstað. Svæðið er friðlýst og hefði það valdið of miklu tjóni. Umhverfisverndarsamtök á Ítalíu hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna hugsanlegs mengunarslyss sem skipið gæti valdið, en telja eigendur skipsins samtökin ofmeta hættuna. Rúmlega fjögur þúsund og tvö hundruð manns, af sextíu þjóðernum, voru um borð í skipinu þegar það steytti á skeri undan ströndum eyjunnar Giglio hinn þrettánda janúar 2012. Alls létust þrjátíu og tveir. Skipstjórinn og fimm aðrir úr áhöfninni voru sakfelldir fyrir manndráp vegna málsins. Kostnaður við verkefnið er þegar kominn upp í milljarð evra, en heildarkostnaður er talinn verða um einn og hálfur milljarður evra.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira