Vilja fá drenginn sinn heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2014 09:23 Mynd/Fésbókarsíða Terra Mítica „Maður veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja að lýsa svona ofboðslega jákvæðum og björtum dreng. Hann hefur alltaf verið svoleiðis, bara frá því að hann var ungbarn. Maður finnur aldrei neinn sem gæti sagt um hann eitt einasta styggðaryrði,“ segir Harpa Bryndís Brynjarsdóttir, móðir Andra Freys Sveinssonar, átján ára pilts sem lét lífið í slysi í skemmtigarðinum Terra Mítica á Benidorm á Spáni síðastliðinn mánudag. Harpa er í viðtali í helgarblaði DV. Andri Freyr var staddur á Spáni með föður sínum og stjúpbróður, systkinum og vinum. Þau höfðu skellt sér saman í dagsferð í skemmtigarðinn. Andri Freyr féll sem kunnugt er úr rússíbananum úr 15 metra hæð. Hann lést skömmu síðar. Málið er til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Spáni.Andri Freyr Sveinsson.Móðir Andra Freys, ættingjar og vinir hér heima bíða nú eftir að fá lík hans heim til Íslands. „Við viljum fá drenginn okkar heim,“ segir Harpa. Andri Freyr bjó hjá móður sinni og systkinum í Stekkjarseli í Breiðholtinu í Reykjavík. Móðir hans segir hann hafa verið afar metnaðarfullan og hafi stefnt langt í tölvunarfræði. Hann hafi alltaf verið vinum sínum og fjölskyldu innan handar þegar tölvumál hafi verið annars vegar. Harpa segir í viðtalinu rangt að fjölskyldan hafi tekið nokkra ákvörðun varðandi skaðabætur líkt og spænskir fjölmiðlar hafa fjallað um. Segir hún sérstaklega mikið um rangan fréttaflutning í spænskum miðlum. Hið rétta sé að faðir Andra hafi þurft að undirrita skjöl tengd flutningi Andra heim. Annað hafi ekki verið rætt. Tengdar fréttir Ættingjar Andra Freys fara fram á skaðabætur Haft er eftir dómara að ef enginn verði fundinn sekur geti ættingjar engu að síður krafist skaðabóta ákæri þeir í málinu. 10. júlí 2014 10:47 Lögreglan á Spáni: „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist“ "Tækið hefur verið innsiglað á meðan rannsóknin fer fram," segir fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar í Benidorm um rússíbanann sem íslenskur piltur féll úr í gær. Undirréttur í umdæminu hefur farið fram á opinbera rannsókn á slysinu 8. júlí 2014 11:57 Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar sendir frá sér yfirlýsingu Í yfirlýsingunni kemur fram að Andri hafi setið aftast í rússíbananum Inferno þegar öll öryggistæki hafi gefið sig. Andri var með vini sínum og yngri systur í tækinu. 9. júlí 2014 18:59 Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28 Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14 Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53 Ekki um mannleg mistök að ræða Framkvæmdastjóri Terra Mítica útilokar þann möguleika að banaslysið sem átti sér stað þar á mánudag hafi orsakast af mannlegum mistökum. 9. júlí 2014 10:39 Nafn piltsins sem lést Pilturinn sem lét lífið af slysförum í skemmtigarði á Benidorm á mánudaginn hét Andri Freyr Sveinsson. Hann var átján ára og búsettur í Stekkjarseli 7 í Reykjavík. 9. júlí 2014 10:06 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
„Maður veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja að lýsa svona ofboðslega jákvæðum og björtum dreng. Hann hefur alltaf verið svoleiðis, bara frá því að hann var ungbarn. Maður finnur aldrei neinn sem gæti sagt um hann eitt einasta styggðaryrði,“ segir Harpa Bryndís Brynjarsdóttir, móðir Andra Freys Sveinssonar, átján ára pilts sem lét lífið í slysi í skemmtigarðinum Terra Mítica á Benidorm á Spáni síðastliðinn mánudag. Harpa er í viðtali í helgarblaði DV. Andri Freyr var staddur á Spáni með föður sínum og stjúpbróður, systkinum og vinum. Þau höfðu skellt sér saman í dagsferð í skemmtigarðinn. Andri Freyr féll sem kunnugt er úr rússíbananum úr 15 metra hæð. Hann lést skömmu síðar. Málið er til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Spáni.Andri Freyr Sveinsson.Móðir Andra Freys, ættingjar og vinir hér heima bíða nú eftir að fá lík hans heim til Íslands. „Við viljum fá drenginn okkar heim,“ segir Harpa. Andri Freyr bjó hjá móður sinni og systkinum í Stekkjarseli í Breiðholtinu í Reykjavík. Móðir hans segir hann hafa verið afar metnaðarfullan og hafi stefnt langt í tölvunarfræði. Hann hafi alltaf verið vinum sínum og fjölskyldu innan handar þegar tölvumál hafi verið annars vegar. Harpa segir í viðtalinu rangt að fjölskyldan hafi tekið nokkra ákvörðun varðandi skaðabætur líkt og spænskir fjölmiðlar hafa fjallað um. Segir hún sérstaklega mikið um rangan fréttaflutning í spænskum miðlum. Hið rétta sé að faðir Andra hafi þurft að undirrita skjöl tengd flutningi Andra heim. Annað hafi ekki verið rætt.
Tengdar fréttir Ættingjar Andra Freys fara fram á skaðabætur Haft er eftir dómara að ef enginn verði fundinn sekur geti ættingjar engu að síður krafist skaðabóta ákæri þeir í málinu. 10. júlí 2014 10:47 Lögreglan á Spáni: „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist“ "Tækið hefur verið innsiglað á meðan rannsóknin fer fram," segir fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar í Benidorm um rússíbanann sem íslenskur piltur féll úr í gær. Undirréttur í umdæminu hefur farið fram á opinbera rannsókn á slysinu 8. júlí 2014 11:57 Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar sendir frá sér yfirlýsingu Í yfirlýsingunni kemur fram að Andri hafi setið aftast í rússíbananum Inferno þegar öll öryggistæki hafi gefið sig. Andri var með vini sínum og yngri systur í tækinu. 9. júlí 2014 18:59 Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28 Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14 Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53 Ekki um mannleg mistök að ræða Framkvæmdastjóri Terra Mítica útilokar þann möguleika að banaslysið sem átti sér stað þar á mánudag hafi orsakast af mannlegum mistökum. 9. júlí 2014 10:39 Nafn piltsins sem lést Pilturinn sem lét lífið af slysförum í skemmtigarði á Benidorm á mánudaginn hét Andri Freyr Sveinsson. Hann var átján ára og búsettur í Stekkjarseli 7 í Reykjavík. 9. júlí 2014 10:06 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Ættingjar Andra Freys fara fram á skaðabætur Haft er eftir dómara að ef enginn verði fundinn sekur geti ættingjar engu að síður krafist skaðabóta ákæri þeir í málinu. 10. júlí 2014 10:47
Lögreglan á Spáni: „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist“ "Tækið hefur verið innsiglað á meðan rannsóknin fer fram," segir fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar í Benidorm um rússíbanann sem íslenskur piltur féll úr í gær. Undirréttur í umdæminu hefur farið fram á opinbera rannsókn á slysinu 8. júlí 2014 11:57
Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar sendir frá sér yfirlýsingu Í yfirlýsingunni kemur fram að Andri hafi setið aftast í rússíbananum Inferno þegar öll öryggistæki hafi gefið sig. Andri var með vini sínum og yngri systur í tækinu. 9. júlí 2014 18:59
Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28
Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14
Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53
Ekki um mannleg mistök að ræða Framkvæmdastjóri Terra Mítica útilokar þann möguleika að banaslysið sem átti sér stað þar á mánudag hafi orsakast af mannlegum mistökum. 9. júlí 2014 10:39
Nafn piltsins sem lést Pilturinn sem lét lífið af slysförum í skemmtigarði á Benidorm á mánudaginn hét Andri Freyr Sveinsson. Hann var átján ára og búsettur í Stekkjarseli 7 í Reykjavík. 9. júlí 2014 10:06