Fá ekki meðhöndlun og kostnaður samfélagsins hleypur á milljörðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. júlí 2014 19:42 Meirihluti fullorðinna sem glímir við þunglyndi og kvíða hér á landi fær aldrei greiningu og meðhöndlun við hæfi. Kostnaður samfélagsins vegna þunglyndis og kvíða hleypur á milljörðum ef ekki tugmilljörðum króna á hverju ári, að sögn verkefnisstjóra hjá Embætti landlæknis. Martin Wolf, aðalhagfræðingur og leiðarahöfundur Financial Times, fjallar um kostnað Breta af geðsjúkdómum í nýjum pistli undir fyrirsögninni: Geðsjúkdómar eru brýnasta heilbrigðisvandamál okkar.Valda meiri eymd en fátækt og atvinnuleysi Í greininni fjallar Wolf um þá staðreynd að þunglyndi og kvíði valdi meiri eymd en líkamlegir sjúkdómar, fátækt og atvinnuleysi. Þá hafi þeir í för með sér gríðarlegan fjárhagslegan kostnað fyrir samfélagið. Wolf vekur athygli á því að minna en þriðjungur fullorðinna Breta sem þjáist af þessum sjúkdómum séu meðhöndlaðir en til samanburðar fái 90 prósent þeirra sem þjást af sykursýki meðhöndlun við hæfi. Samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eru geðrasakanir 38 prósent allra heilsufarsvandamála í þróuðum samfélögum. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis segir að ekki liggi fyrir tölfræði yfir hversu stór hluti fullorðinna sé með þunglyndi og kvíða án greiningar en líklega sé hlutfallið svipað og í Bretlandi.Hversu mikill kostnaður fellur til í íslensku samfélagi á ári hverju vegna kvíða og þunglyndis? „Við erum ekki með útreikninga um hver hann er nákvæmlega. Við höfum kannski ekki burði til þess að gera þessa útreikninga hér en það eru til greiningar í stærri löndum. Það er hins vegar alveg ljóst að einn helsti orsakavaldur örorku eru geðraskanir og það felur í sér kostnað fyrir samfélagið. Það er því ljóst að það er umtalsverður kostnaður sem hlýst af völdum geðraskana,“ segir Dóra Guðrún.Út frá þessu er raunhæft að áætla að árlegur kostnaður samfélagsins vegna þunglyndis og kvíða hlaupi á milljörðum króna? „Já, það er alveg ljóst. Milljörðum eða tugmilljörðum króna.“Ódýrt að meðhöndla í samanburði við aðra sjúkdóma Tiltölulega ódýrt er að meðhöndla þunglyndi og kvíða samanborið við marga aðra líkamlega sjúkdóma og kostnaður við meðhöndlun er aðeins brot af kostnaði samfélagsins af þessum sjúkdómum. Af þessu virtu er ávinningur samfélagsins af því að fullorðnir fái greiningu og nái bata, augljós. Sumir sem hafa verið greindir þunglyndir hafa upplifað smán þegar þeir hafa snúið aftur til vinnu og margir kjósa því að greina ekki frá sjúkdómi sínum. Þá hafa aðrir ekki leitað sér hjálpar vegna fordóma sem fylgja sjúkdómnum. Hefur Embætti landlæknis einhverjar upplýsingar um það hvers vegna svona margir sem þjást af þessum sjúkdómum fá ekki greiningu og meðhöndlun?Er það vegna stigma? „Ég held að það séu ýmsar ástæður. Það getur verið stigma (smán) og það er vel þekkt en hér á Íslandi er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu ekki nógu gott. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna að. Það stendur til að vinna geðheilbrigðisstefnu og það er mikilvægt að taka á því í henni,“ segir Dóra Guðrún. Hún nefnir að þjónusta sálfræðinga sé ekki niðurgreidd af ríkissjóði líkt og önnur heilbrigðisþjónusta en hugræn atferlismeðferð sem sálfræðingar veita, hefur reynst árangursrík við meðhöndlun á þunglyndi og kvíða. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Meirihluti fullorðinna sem glímir við þunglyndi og kvíða hér á landi fær aldrei greiningu og meðhöndlun við hæfi. Kostnaður samfélagsins vegna þunglyndis og kvíða hleypur á milljörðum ef ekki tugmilljörðum króna á hverju ári, að sögn verkefnisstjóra hjá Embætti landlæknis. Martin Wolf, aðalhagfræðingur og leiðarahöfundur Financial Times, fjallar um kostnað Breta af geðsjúkdómum í nýjum pistli undir fyrirsögninni: Geðsjúkdómar eru brýnasta heilbrigðisvandamál okkar.Valda meiri eymd en fátækt og atvinnuleysi Í greininni fjallar Wolf um þá staðreynd að þunglyndi og kvíði valdi meiri eymd en líkamlegir sjúkdómar, fátækt og atvinnuleysi. Þá hafi þeir í för með sér gríðarlegan fjárhagslegan kostnað fyrir samfélagið. Wolf vekur athygli á því að minna en þriðjungur fullorðinna Breta sem þjáist af þessum sjúkdómum séu meðhöndlaðir en til samanburðar fái 90 prósent þeirra sem þjást af sykursýki meðhöndlun við hæfi. Samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eru geðrasakanir 38 prósent allra heilsufarsvandamála í þróuðum samfélögum. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis segir að ekki liggi fyrir tölfræði yfir hversu stór hluti fullorðinna sé með þunglyndi og kvíða án greiningar en líklega sé hlutfallið svipað og í Bretlandi.Hversu mikill kostnaður fellur til í íslensku samfélagi á ári hverju vegna kvíða og þunglyndis? „Við erum ekki með útreikninga um hver hann er nákvæmlega. Við höfum kannski ekki burði til þess að gera þessa útreikninga hér en það eru til greiningar í stærri löndum. Það er hins vegar alveg ljóst að einn helsti orsakavaldur örorku eru geðraskanir og það felur í sér kostnað fyrir samfélagið. Það er því ljóst að það er umtalsverður kostnaður sem hlýst af völdum geðraskana,“ segir Dóra Guðrún.Út frá þessu er raunhæft að áætla að árlegur kostnaður samfélagsins vegna þunglyndis og kvíða hlaupi á milljörðum króna? „Já, það er alveg ljóst. Milljörðum eða tugmilljörðum króna.“Ódýrt að meðhöndla í samanburði við aðra sjúkdóma Tiltölulega ódýrt er að meðhöndla þunglyndi og kvíða samanborið við marga aðra líkamlega sjúkdóma og kostnaður við meðhöndlun er aðeins brot af kostnaði samfélagsins af þessum sjúkdómum. Af þessu virtu er ávinningur samfélagsins af því að fullorðnir fái greiningu og nái bata, augljós. Sumir sem hafa verið greindir þunglyndir hafa upplifað smán þegar þeir hafa snúið aftur til vinnu og margir kjósa því að greina ekki frá sjúkdómi sínum. Þá hafa aðrir ekki leitað sér hjálpar vegna fordóma sem fylgja sjúkdómnum. Hefur Embætti landlæknis einhverjar upplýsingar um það hvers vegna svona margir sem þjást af þessum sjúkdómum fá ekki greiningu og meðhöndlun?Er það vegna stigma? „Ég held að það séu ýmsar ástæður. Það getur verið stigma (smán) og það er vel þekkt en hér á Íslandi er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu ekki nógu gott. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna að. Það stendur til að vinna geðheilbrigðisstefnu og það er mikilvægt að taka á því í henni,“ segir Dóra Guðrún. Hún nefnir að þjónusta sálfræðinga sé ekki niðurgreidd af ríkissjóði líkt og önnur heilbrigðisþjónusta en hugræn atferlismeðferð sem sálfræðingar veita, hefur reynst árangursrík við meðhöndlun á þunglyndi og kvíða.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira