Mótvægisaðgerðir ekki óviðráðanlegar Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. apríl 2014 06:00 Félagar í Greenpeace-samtökunum notuðu að venju tækifærið á meðan loftslagsnefndin fundaði og vöktu athygli á málstað sínum. Vísir/AP Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna segir að mannkynið verði að skipta hratt yfir í endurnýjanlega orkugjafa, eigi að takast að hægja á hlýnun jarðar. Þrátt fyrir þær mótvægisaðgerðir, sem gripið hefur verið til undanfarna áratugi, hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda, sem ýta undir hlýnun jarðar, aukist í staðinn fyrir að dragast saman. Að meðaltali hefur útblásturinn aukist um 2,2 prósent á ári á tímabilinu frá árinu 2000 til 2010. „Skilaboðin frá vísindunum eru skýr: Til þess að komast hjá því að hafa hættuleg áhrif loftslagskerfið, þá þurfum við að snúa við blaðinu,“ sagði Ottmar Edenhofer, einn þriggja formanna vinnuhóps loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem í gær kynnti nýjustu afurð sína á blaðamannafundi í Berlín. Edenhofer tók hins vegar fram að kostnaðurinn við þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru, þurfi alls ekki að vera óviðráðanlegur: „Það kostar ekki allan heiminn að bjarga jörðinni,“ sagði hann. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, bæði þær sem gripið hefur verið til á síðustu áratugum og þær sem enn er mögulegt að grípa til. Sú ódýrasta og hættuminnsta sem völ er á væri að hætta notkun jarðefnaeldsneytis á borð við kol og olíu strax á allra næstu áratugum. Sú leið krefst hins vegar þess að mikil umskipti verði bæði í pólitík og viðskiptum á heimsvísu. „Alþjóðleg samvinna er lykillinn að því að ná markmiðum mótvægisaðgerða. Það er svo áskorun út af fyrir sig að setja á laggirnar þær alþjóðastofnanir sem nauðsynlegar eru til slíkrar samvinnu,“ sagði Edenhofer í gær. Um 1.250 vísindamenn hafa unnið að gerð skýrslunnar og niðurstaðan hefur verið samþykkt af stjórnvöldum 194 landa, eða nánast allra ríkja heims. Skýrslan er sú þriðja og jafnframt síðasta frá jafn mörgum vinnuhópum loftslagsnefndarinnar sem birst hefur í vetur. Hún verður birt í heild á morgun, en í gær var aðeins birtur útdráttur úr henni til kynningar. Í október næsta haust verður svo endanlegur texti heildarskýrslunnar birtur. Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna segir að mannkynið verði að skipta hratt yfir í endurnýjanlega orkugjafa, eigi að takast að hægja á hlýnun jarðar. Þrátt fyrir þær mótvægisaðgerðir, sem gripið hefur verið til undanfarna áratugi, hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda, sem ýta undir hlýnun jarðar, aukist í staðinn fyrir að dragast saman. Að meðaltali hefur útblásturinn aukist um 2,2 prósent á ári á tímabilinu frá árinu 2000 til 2010. „Skilaboðin frá vísindunum eru skýr: Til þess að komast hjá því að hafa hættuleg áhrif loftslagskerfið, þá þurfum við að snúa við blaðinu,“ sagði Ottmar Edenhofer, einn þriggja formanna vinnuhóps loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem í gær kynnti nýjustu afurð sína á blaðamannafundi í Berlín. Edenhofer tók hins vegar fram að kostnaðurinn við þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru, þurfi alls ekki að vera óviðráðanlegur: „Það kostar ekki allan heiminn að bjarga jörðinni,“ sagði hann. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, bæði þær sem gripið hefur verið til á síðustu áratugum og þær sem enn er mögulegt að grípa til. Sú ódýrasta og hættuminnsta sem völ er á væri að hætta notkun jarðefnaeldsneytis á borð við kol og olíu strax á allra næstu áratugum. Sú leið krefst hins vegar þess að mikil umskipti verði bæði í pólitík og viðskiptum á heimsvísu. „Alþjóðleg samvinna er lykillinn að því að ná markmiðum mótvægisaðgerða. Það er svo áskorun út af fyrir sig að setja á laggirnar þær alþjóðastofnanir sem nauðsynlegar eru til slíkrar samvinnu,“ sagði Edenhofer í gær. Um 1.250 vísindamenn hafa unnið að gerð skýrslunnar og niðurstaðan hefur verið samþykkt af stjórnvöldum 194 landa, eða nánast allra ríkja heims. Skýrslan er sú þriðja og jafnframt síðasta frá jafn mörgum vinnuhópum loftslagsnefndarinnar sem birst hefur í vetur. Hún verður birt í heild á morgun, en í gær var aðeins birtur útdráttur úr henni til kynningar. Í október næsta haust verður svo endanlegur texti heildarskýrslunnar birtur.
Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira