Sampdoria skellti Hellas Verona 5-0 í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Birkir Bjarnason lék síðustu 19 mínúturnar fyrir Sampdoria en Emil Hallfreðsson lék allan leikinn fyrir Verona.
Sampdoria gerði út um leikinn í fyrri hálfleik. Gianluca Sansone skoraði strax á 4. mínútu og á 23. mínútu bætti Renan við marki. Roberto Soriano kom Sampdoria í 3-0 sjö mínútum fyrir hálfleik úrslitin ráðin.
Soriano skoraði aftur á þriðju mínútu seinni hálfleiks og tíu mínútum síðar skoraði Angelo Palombo fimmta markið og það lét Sampdoria duga í dag.
Aðeins þremur stigum munar nú á liðunum en Verona er fallið niður í 9. sæti með 40 stig þar sem liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Sampdoria er í 11. sæti með 37 stig.
Birkir kom inn á sem varamaður í stórsigri á Emil og félögum
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið





Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn


Starf Amorims öruggt
Enski boltinn

Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn

