HM-Uppbótartíminn: Wilmots var nægilega hugaður Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júní 2014 10:30 Thomas Müller var ósáttur með hegðun Pepe. Vísir/Getty Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. Góð umferð fyrir... Thomas Müller, Þýskalandi Thomas Müller er með einn gullskó frá Heimsmeistaramótinu frá mótinu í Suður-Afríku og hann sýndi í fyrsta leik Þýskalands að það var engin heppni. Þrenna í fyrsta leik og tryggði sæti sitt í ógnarsterku byrjunarliði Þjóðverja sem eru til alls líklegir.Leikmenn Kosta Ríka Fáir gáfu leikmönnum Kosta Ríka einhverja möguleika gegn ógnarsterku liði Úrúgvæ. Úrúgvæ, England og Ítalía hafa eflaust horft á leikinn gegn Kosta Ríka sem formsatriði en eftir eina umferð situr liðið á toppi hins svokallaða dauðariðils. Sigur Kosta Ríka kom skemmtilega á óvart og minnir aðdáendur á að ekkert er öruggt á mótinu.Marc Wilmots, þjálfari Belgíu Mikil spenna var fyrir fyrsta leik Belgíu gegn Alsír eftir gríðarlegan uppgang í belgískum fótbolta undanfarin ár. Alsír komst óvænt yfir í fyrri hálfleik og náði að loka á skærustu stjörnur Belga. Wilmots hafði kjark til þess að taka m.a. Romelu Lukaku út af, breytti skipulagi liðsins og enduðu varamenn liðsins á því að tryggja Belgum sigurinn.Vísir/Getty...Erfið umferð fyrirPepe, Portúgal Margir efast um heimskupör Pepe á ferlinum en hann minnti á sig í leik Portúgal og Þýskalands. Pepe vann boltann í baráttu við Müller sem lét sig falla og hélt um andlitið. Dómarinn lét leikinn ganga en um leið og Pepe var laus við boltann fór hann og virtist skalla sitjandi Müller. Ævintýrilega heimskulegt hjá varnarmanninum og var dómari leiksins fljótur að reka hann af velli. Portúgal fékk skell gegn Þýskalandi og verður Pepe í banni gegn Bandaríkjunum á sunnudaginn.Leikmenn Spánar Spánverjar eru ríkjandi Heims- og Evrópumeistarar en úrslit leiksins Hollandi á föstudaginn kipptu þeim aftur niður á jörðina. Xabi Alonso kom Spánverjum yfir snemma leiks en Hollendingar einfaldlega slátruðu þeim í seinni hálfleik. Stærsta tap ríkjandi Heimsmeistara og næst stærsta tap Spánar á HM frá upphafi. Spánn mætir Síle í kvöld og verður einfaldlega að taka þrjú stig ætli þeir sér upp úr riðlinum.Leikmenn Úrúgvæ Þrátt fyrir að vera án Luis Suarez átti leikurinn gegn Kosta Ríka einfaldlega að vera formsatriði fyrir Úrúgvæ. Eftir tapið gegn Kosta Ríka þurfa leikmenn Úrúgvæ að vinna leiki sína gegn Englandi og Ítalíu til þess að eiga einhverja möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Eflaust væri hægt að kaupa alla leikmenn landsliðs Kosta Ríka oftar en tvisvar fyrir jafnvirði kaupverðs Edinson Cavani, leikmanns Úrúgvæ sem var keyptur til PSG fyrir 50 milljónir evra síðastliðið sumar.Vísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-Uppbótartíminn: Gott gengi Müller heldur áfram Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. 18. júní 2014 12:00 HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndasyrpu frá fyrstu umferðinni á Heimsmeistaramótinu sem lauk í gærkvöld. 18. júní 2014 17:45 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. Góð umferð fyrir... Thomas Müller, Þýskalandi Thomas Müller er með einn gullskó frá Heimsmeistaramótinu frá mótinu í Suður-Afríku og hann sýndi í fyrsta leik Þýskalands að það var engin heppni. Þrenna í fyrsta leik og tryggði sæti sitt í ógnarsterku byrjunarliði Þjóðverja sem eru til alls líklegir.Leikmenn Kosta Ríka Fáir gáfu leikmönnum Kosta Ríka einhverja möguleika gegn ógnarsterku liði Úrúgvæ. Úrúgvæ, England og Ítalía hafa eflaust horft á leikinn gegn Kosta Ríka sem formsatriði en eftir eina umferð situr liðið á toppi hins svokallaða dauðariðils. Sigur Kosta Ríka kom skemmtilega á óvart og minnir aðdáendur á að ekkert er öruggt á mótinu.Marc Wilmots, þjálfari Belgíu Mikil spenna var fyrir fyrsta leik Belgíu gegn Alsír eftir gríðarlegan uppgang í belgískum fótbolta undanfarin ár. Alsír komst óvænt yfir í fyrri hálfleik og náði að loka á skærustu stjörnur Belga. Wilmots hafði kjark til þess að taka m.a. Romelu Lukaku út af, breytti skipulagi liðsins og enduðu varamenn liðsins á því að tryggja Belgum sigurinn.Vísir/Getty...Erfið umferð fyrirPepe, Portúgal Margir efast um heimskupör Pepe á ferlinum en hann minnti á sig í leik Portúgal og Þýskalands. Pepe vann boltann í baráttu við Müller sem lét sig falla og hélt um andlitið. Dómarinn lét leikinn ganga en um leið og Pepe var laus við boltann fór hann og virtist skalla sitjandi Müller. Ævintýrilega heimskulegt hjá varnarmanninum og var dómari leiksins fljótur að reka hann af velli. Portúgal fékk skell gegn Þýskalandi og verður Pepe í banni gegn Bandaríkjunum á sunnudaginn.Leikmenn Spánar Spánverjar eru ríkjandi Heims- og Evrópumeistarar en úrslit leiksins Hollandi á föstudaginn kipptu þeim aftur niður á jörðina. Xabi Alonso kom Spánverjum yfir snemma leiks en Hollendingar einfaldlega slátruðu þeim í seinni hálfleik. Stærsta tap ríkjandi Heimsmeistara og næst stærsta tap Spánar á HM frá upphafi. Spánn mætir Síle í kvöld og verður einfaldlega að taka þrjú stig ætli þeir sér upp úr riðlinum.Leikmenn Úrúgvæ Þrátt fyrir að vera án Luis Suarez átti leikurinn gegn Kosta Ríka einfaldlega að vera formsatriði fyrir Úrúgvæ. Eftir tapið gegn Kosta Ríka þurfa leikmenn Úrúgvæ að vinna leiki sína gegn Englandi og Ítalíu til þess að eiga einhverja möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Eflaust væri hægt að kaupa alla leikmenn landsliðs Kosta Ríka oftar en tvisvar fyrir jafnvirði kaupverðs Edinson Cavani, leikmanns Úrúgvæ sem var keyptur til PSG fyrir 50 milljónir evra síðastliðið sumar.Vísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-Uppbótartíminn: Gott gengi Müller heldur áfram Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. 18. júní 2014 12:00 HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndasyrpu frá fyrstu umferðinni á Heimsmeistaramótinu sem lauk í gærkvöld. 18. júní 2014 17:45 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
HM-Uppbótartíminn: Gott gengi Müller heldur áfram Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. 18. júní 2014 12:00
HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndasyrpu frá fyrstu umferðinni á Heimsmeistaramótinu sem lauk í gærkvöld. 18. júní 2014 17:45