Fjölmargir hafa sett sig í samband við lögregluna á Hvolsvelli síðan lögreglan auglýsti á mánudag eftir fólki sem var í Fljótshlíð um Hvítasunnuhelgina þegar síðast sást til Ástu Stefánsdóttur. Síðast er vitað af ferðum Ástu aðfaranótt sunnudagsins 8. júní.
„Það hafa margir haft samband við okkur en ekkert nýtt komið fram,“ segir Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, í samtali við Vísi. Engir leitarflokkar eru að störfum við leit að Ástu sem stendur en Sveinn segir málið áfram skoðað út frá öllum hliðum.
„Þetta er bara ráðgáta eins og staðan er í dag,“ segir Sveinn og ítrekar að ekkert bendi til annars en að um slys hafi verið að ræða.
„En að sjálfsögðu skoðum við allt í hörgul.“
Fólk sem var í Fljótshlíð um Hvítasunnuhelgina eða telur sig hafa gagnlegar upplýsingar er áfram hvatt til þess að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488 4110 eða á netfangið sveinnr@logreglan.is.
Fjöldi ábendinga en engin gagnast lögreglu

Tengdar fréttir

Ásta Stefánsdóttir týndist í Fljótshlíð
Lögregla á Hvolsvelli segir að formlegri leit sé hætt en rannsókn málsins standi enn yfir.

Leitin enn engan árangur borið
Leitað var til klukkan þrjú í nótt og voru fyrstu hópar aftur byrjaðir að leita klukkan átta í morgun.

Dregið úr leitinni að týndu konunni
Aðeins um tíu til tuttugu manns tóku þátt í leitinni í Fljótshlíð í gær.

Um tvöhundruð manns leituðu í Fljótshlíðinni í dag
Leit dagsins snérist fyrst og fremst um að fínkemba svæðið á milli sumarbústaðarins þar sem konurnar dvöldu og Bleiksárgjúfurs.

Fótsporin ekki eftir Ástu
Rannsóknarlögreglumenn og fótsporasérfræðingar komust að því að spor eftir beran fót sem fundust í Fljótshlíð hafi ekki verið eftir íslensku konuna sem hvarf.