Um tvöhundruð manns leituðu í Fljótshlíðinni í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2014 19:36 Um tvöhundruð manns leituðu í dag í Fljótshlíðinni af íslensku konunni, sem hefur verið týnd í að verða viku. Mestur tími dagsins fór í leit í kringum Bleiksárgljúfur og í kringum sumarbústaðinn þar sem konan var, niður með Markarfljótinu og alla leið niður í Landeyjahöfn. Björgunarsveitarmenn eru orðnir þreyttir og lúgnir. Leitin hófst formlega síðdegis á þriðjudaginn en þá hafði lögreglunni á Hvolsvelli verið tilkynnt um tvær týndar konur í Fljótshlíð. Þegar mest var þennan dag tóku um 80 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni. Um kvöldið fannst lík annarrar konunnar, sem er erlend í hyl í Bleiksárgljúfri, innst í Fljótshlíð, um 25 kílómetra frá Hvolsvelli. Konurnar voru í sumarbústað rétt við gljúfrið, sú íslenska á fertugsaldri og sú erlenda á fimmtugsaldri. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók strax þátt í leitinni á þriðjudaginn og hefur verið að leita síðan með nokkrum hléum. Annar dagur leitarinnar var á miðvikudaginn en þá tóku um 100 manns þátt í leitinni, sérhæft leitarfólk, gönguhópar, kafarar, leitarhundar og björgunarsveitarmenn á fjórhjólum. Þenna dag kom fram hjá lögreglunni á Hvolsvelli, sem stýrir leitinni að allt benti til slyss við Bleiksárgljúfur. Föt kvennanna fundust við hyl í gljúfrinu. Á fimmtudeginum fór megin áhersla leitarinnar að elta þau fótspor sem fundust eftir berfætta manneskju um þremur kílómetrum austan við Bleiksárgljúfur. Tæknideild ríkislögreglustjóra vann að því að sannreyna hvort sporin séu eftir konuna sem leitað var að en ekkert kom út úr því. Sporin fundust í 400 metra hæð yfir sjávarmáli, suður af Tindfjallajökli. Um kvöldið þennan fimmtudag var hluti fossins í Bleiksárgljúfri stíflaður og seig kafari þar niður í þeirri von að finna íslensku konuna en allt kom fyrir ekki, konan fannst ekki. Í gær, á fjórða degi leitarinnar voru um annað hundrað björgunarsveitarmenn á leitarsvæðinu. Svæðisstjórn björgunarsveitanna var þá búin að koma sér fyrir innst í Fljótshlíðinni. Þá voru í fyrsta skipti notaðir hestar við leitina og var þeim fjölgað í dag. Einar Strand, sem stýrði leitinni í gær fyrir hönd björgunarsveitanna var viss um að konan væri í Bleiksársgljúfri enda hefur leitin meira og minna verði öll í gljúfrinu og í kringum það. Í dag var mikill kraftu í leitinni og margir að leita, allt að tvö hundruð manns. Leit dagsins snérist fyrst og fremst um að fínkemba svæðið á milli sumarbústaðarins þar sem konurnar dvöldu og Bleiksárgjúfurs. Þá var svæðið í kringum Markarfljót skoðað og hestaleitarsveitir munu leituð Markarfljótsaurana. Jón Hermannsson í svæðisstjórn björgunarsveitanna stýrði leitinni í dag í samvinnu við lögregluna á Hvolsvelli. Sum svæðin hafa verið margleituð. Jón segir að dregið verið strax úr leitinni ef konan finnst ekki í kvöld. Í jafn umfangsmikilli leit og hefur staðið yfir í Fljótshlíðinni síðustu daga þar að huga að því að leitarmenn þurfi bæði hvíld og orku en Hvítasunnumenn í Fljótshlíð hafa m.a. lánað a aðstöðu sína í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð þar sem um 80 manns geta gist og fá mat. Einhverjir hafa eflaust velt því fyrir sér af hverju það sé ekki búið að birta mynd opinberlega af konunni og nafn hennar en Sveinn Kristján Rúnarson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli segir að slíkt þurfi alltaf að gera með samþykki fjölskyldu konunnar, sjálfur telji hann að slík myndbirting myndi ekki breyta neinu. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Um tvöhundruð manns leituðu í dag í Fljótshlíðinni af íslensku konunni, sem hefur verið týnd í að verða viku. Mestur tími dagsins fór í leit í kringum Bleiksárgljúfur og í kringum sumarbústaðinn þar sem konan var, niður með Markarfljótinu og alla leið niður í Landeyjahöfn. Björgunarsveitarmenn eru orðnir þreyttir og lúgnir. Leitin hófst formlega síðdegis á þriðjudaginn en þá hafði lögreglunni á Hvolsvelli verið tilkynnt um tvær týndar konur í Fljótshlíð. Þegar mest var þennan dag tóku um 80 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni. Um kvöldið fannst lík annarrar konunnar, sem er erlend í hyl í Bleiksárgljúfri, innst í Fljótshlíð, um 25 kílómetra frá Hvolsvelli. Konurnar voru í sumarbústað rétt við gljúfrið, sú íslenska á fertugsaldri og sú erlenda á fimmtugsaldri. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók strax þátt í leitinni á þriðjudaginn og hefur verið að leita síðan með nokkrum hléum. Annar dagur leitarinnar var á miðvikudaginn en þá tóku um 100 manns þátt í leitinni, sérhæft leitarfólk, gönguhópar, kafarar, leitarhundar og björgunarsveitarmenn á fjórhjólum. Þenna dag kom fram hjá lögreglunni á Hvolsvelli, sem stýrir leitinni að allt benti til slyss við Bleiksárgljúfur. Föt kvennanna fundust við hyl í gljúfrinu. Á fimmtudeginum fór megin áhersla leitarinnar að elta þau fótspor sem fundust eftir berfætta manneskju um þremur kílómetrum austan við Bleiksárgljúfur. Tæknideild ríkislögreglustjóra vann að því að sannreyna hvort sporin séu eftir konuna sem leitað var að en ekkert kom út úr því. Sporin fundust í 400 metra hæð yfir sjávarmáli, suður af Tindfjallajökli. Um kvöldið þennan fimmtudag var hluti fossins í Bleiksárgljúfri stíflaður og seig kafari þar niður í þeirri von að finna íslensku konuna en allt kom fyrir ekki, konan fannst ekki. Í gær, á fjórða degi leitarinnar voru um annað hundrað björgunarsveitarmenn á leitarsvæðinu. Svæðisstjórn björgunarsveitanna var þá búin að koma sér fyrir innst í Fljótshlíðinni. Þá voru í fyrsta skipti notaðir hestar við leitina og var þeim fjölgað í dag. Einar Strand, sem stýrði leitinni í gær fyrir hönd björgunarsveitanna var viss um að konan væri í Bleiksársgljúfri enda hefur leitin meira og minna verði öll í gljúfrinu og í kringum það. Í dag var mikill kraftu í leitinni og margir að leita, allt að tvö hundruð manns. Leit dagsins snérist fyrst og fremst um að fínkemba svæðið á milli sumarbústaðarins þar sem konurnar dvöldu og Bleiksárgjúfurs. Þá var svæðið í kringum Markarfljót skoðað og hestaleitarsveitir munu leituð Markarfljótsaurana. Jón Hermannsson í svæðisstjórn björgunarsveitanna stýrði leitinni í dag í samvinnu við lögregluna á Hvolsvelli. Sum svæðin hafa verið margleituð. Jón segir að dregið verið strax úr leitinni ef konan finnst ekki í kvöld. Í jafn umfangsmikilli leit og hefur staðið yfir í Fljótshlíðinni síðustu daga þar að huga að því að leitarmenn þurfi bæði hvíld og orku en Hvítasunnumenn í Fljótshlíð hafa m.a. lánað a aðstöðu sína í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð þar sem um 80 manns geta gist og fá mat. Einhverjir hafa eflaust velt því fyrir sér af hverju það sé ekki búið að birta mynd opinberlega af konunni og nafn hennar en Sveinn Kristján Rúnarson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli segir að slíkt þurfi alltaf að gera með samþykki fjölskyldu konunnar, sjálfur telji hann að slík myndbirting myndi ekki breyta neinu.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira