Konan sem leitað hefur verið að í Fljótshlíð frá því á þriðjudagskvöld heitir Ásta Stefánsdóttir lögfræðingur, 35 ára, og býr í Reykjavík. Sambýliskona hennar hét Pino De Los Angeles Becerra Bolanos en hún fannst látin í Bleiksárgljúfri á þriðjudagskvöld.
Eftirfarandi kemur fram um Ástu í tilkynningu lögreglunnar á Hvolsvelli:
Ásta er há og grönn, um 1,80 m á hæð með ljós skollitað hár.
Dregið hefur verið úr formlegri leit en rannsókn málsins og upplýsingaöflun er haldið áfram og biður lögreglan alla þá sem voru á ferð í Fljótshlíð, á svæðinu innan við Múlakot, frá því að kvöldi laugardags og fram á mánudagskvöld, að hafa samband vegna upplýsingaöflunar í málinu.
Sími lögreglunnar er 488 4110 og einnig í netfangið sveinnr@logreglan.is
