Tyrkneskum gíslum sleppt Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. september 2014 13:31 Vísir/AFP Tæplega 50 tyrkneskum gíslum sem hefur verið haldið föngum af hryðjuverkamönnum Íslamska ríkisins í Írak var sleppt í morgun. Forsætisráðherra Tyrklands segir að þaulskipulögð áætlun hafi gengið eftir og neitar að hryðjuverkamönnunum hafi verið borgað lausnargjald. 49 starfsmenn sendiskrifstofu Tyrklands í borginni Monsul í norðurhluta Íraks, þar af 46 af tyrkneskum uppruna, voru teknir höndum þegar hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins réðust inn í borgina í júní síðastliðnum. Meðal gíslanna voru diplómatar og fjölskyldur þeirra, þar á meðal fjöldi barna, og hermenn sem sinntu öryggisgæslu á sendiskrifstofunni. Í fjóra mánuði hafa tyrknesk stjórnvöld leitaað leiða til að fá borgurum sínum sleppt og hafa neitað að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum vegna þessa.Neita að hafa borgað lausnargjald Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, tilkynnti í morgun að gíslunum hefði verið sleppt og að tyrkneska leyniþjónusan hafi fylgt fólkinu til Tyrklands. Það er að sögn við góða heilsu og braust fram mikil hamingja þegar fólkið hitti ættingja sína á flugvellinum í Ankara í morgun. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hrósaði forsætisráðherranum og kollegum hans fyrir að hafa tekist að frelsa Tyrkina í Írak. Hann sagði að áætlunin hefði verið þaulskipulögð. Erdogan vildi ekkert gefa upp um hvort að tyrknesk stjórnvöld hafi borgað hryðjuverkasamtökunum fyrir að sleppa gíslunum. Vestrænir fjölmiðlar telja líklegt að svo sé því gíslunum var sleppt án átaka. Landamæri Tyrklands liggja að norðurhluta Íraks. 30 tyrkenskir flutningabílstjórar voru teknir höndum af hryðjuverkasamtökum Íslamska ríkisins í júní í sumar en var sleppt mánuði síðar eftir að samninga tókust. Vígamenn íslamska ríkisins hafa hertekið stór landsvæði í Írak og í Sýrlandi. Talið er að fjöldi hermanna sem samtökin hafi yfir að ráða sé um 30 þúsund. Bandaríkjaher hefur gert yfir 170 lofrárásir í Írak frá því í ágúst. Frakkar gerðu sína fyrstu loftárás á svæðinu í gær. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Tæplega 50 tyrkneskum gíslum sem hefur verið haldið föngum af hryðjuverkamönnum Íslamska ríkisins í Írak var sleppt í morgun. Forsætisráðherra Tyrklands segir að þaulskipulögð áætlun hafi gengið eftir og neitar að hryðjuverkamönnunum hafi verið borgað lausnargjald. 49 starfsmenn sendiskrifstofu Tyrklands í borginni Monsul í norðurhluta Íraks, þar af 46 af tyrkneskum uppruna, voru teknir höndum þegar hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins réðust inn í borgina í júní síðastliðnum. Meðal gíslanna voru diplómatar og fjölskyldur þeirra, þar á meðal fjöldi barna, og hermenn sem sinntu öryggisgæslu á sendiskrifstofunni. Í fjóra mánuði hafa tyrknesk stjórnvöld leitaað leiða til að fá borgurum sínum sleppt og hafa neitað að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum vegna þessa.Neita að hafa borgað lausnargjald Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, tilkynnti í morgun að gíslunum hefði verið sleppt og að tyrkneska leyniþjónusan hafi fylgt fólkinu til Tyrklands. Það er að sögn við góða heilsu og braust fram mikil hamingja þegar fólkið hitti ættingja sína á flugvellinum í Ankara í morgun. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hrósaði forsætisráðherranum og kollegum hans fyrir að hafa tekist að frelsa Tyrkina í Írak. Hann sagði að áætlunin hefði verið þaulskipulögð. Erdogan vildi ekkert gefa upp um hvort að tyrknesk stjórnvöld hafi borgað hryðjuverkasamtökunum fyrir að sleppa gíslunum. Vestrænir fjölmiðlar telja líklegt að svo sé því gíslunum var sleppt án átaka. Landamæri Tyrklands liggja að norðurhluta Íraks. 30 tyrkenskir flutningabílstjórar voru teknir höndum af hryðjuverkasamtökum Íslamska ríkisins í júní í sumar en var sleppt mánuði síðar eftir að samninga tókust. Vígamenn íslamska ríkisins hafa hertekið stór landsvæði í Írak og í Sýrlandi. Talið er að fjöldi hermanna sem samtökin hafi yfir að ráða sé um 30 þúsund. Bandaríkjaher hefur gert yfir 170 lofrárásir í Írak frá því í ágúst. Frakkar gerðu sína fyrstu loftárás á svæðinu í gær.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira