Innlent

Át og drakk og neitaði að borga

Bjarki Ármannsson skrifar
Maðurinn neitaði að borga eftir að hafa neitt veiganna.
Maðurinn neitaði að borga eftir að hafa neitt veiganna. Vísir/AFP
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann á veitingastað í gærkvöldi eftir að hann hafði pantað sér mat og drykk og neitað að borga eftir að hafa neitt veiganna. Maðurinn var ölvaður og var látinn gista fangageymslu.

Rétt eftir klukkan tvo í nótt handtók lögregla svo tvo menn vegna gruns um innbrot og þjófnað úr bifreiðum. Voru þeir í annarlegu ástandi og gistu fangageymslu í nótt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×