Innlent

Ríkisstjórnin ákveður að taka við flóttafjölskyldum frá Sýrlandi

Randver Kári Randversson skrifar
Sýrlensk flóttabörn í Líbanon.
Sýrlensk flóttabörn í Líbanon. Visir/Vilhelm
Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í dag að tillögu innanríkisráðherra, velferðarráðherra og utanríkisráðherra að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef innanríkisráðuneytisins

Jafnframt segir í tilkynningunni að áhersla verði lögð á að taka sérstaklega á móti börnum sem hafa slasast eða glíma við önnur veikindi, og fjölskyldum þeirra. 

Verður flóttamannanefnd falið að leggja fram tillögu um móttöku flóttamannanna í samvinnu við Flóttamannastofnun SÞ og er stefnt að þvi að tillögurnar berist ríkisstjórninni innan tveggja vikna.

Flóttamannastofnun SÞ sendi nýverið öllum aðildarríkjum neyðarkall um að komi verði til aðstoðar og tekið á móti flóttafólki frá Sýrlandi sem leitað hefur til nágrannaríkjanna til þess að létta á þeim þrýstingi sem þar hefur myndast. Í ljósi þessara aðstæðna vilja íslensk stjórnvöld leggja sitt að mörkum og taka til viðbótar á móti hópi fólks sem er á flótta undan þeim mannúðarvanda sem steðjar að, og með því vera hvatning til annarra ríkja sem íhuga að verða við ákallinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×