Innlent

Fimm milljónir króna til Balkanskaga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tugir manna hafa farist í flóðunum sem eru þau verstu í áratugi.
Tugir manna hafa farist í flóðunum sem eru þau verstu í áratugi. VISIR/AFP
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að veita fimm milljónum króna í neyðaraðstoð vegna flóðanna í Serbíu og Bosníu-Hersegóvínu.

Eru þær til viðbótar þeim þremur milljónum króna sem utanríkisráðherra hefur þegar veitt til neyðaraðstoðar í löndunum tveimur.

„Verstu flóð í manna minnum geisa nú á Balkanskaga og eru stór landssvæði í Bosníu-Hersegóvínu og Serbíu undir vatni. Tugir manns hafa farist og yfir hundrað þúsund manns hafa hrakist af heimilum sínum,” er rakið í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

„Mikið tjón hefur orðið á byggingum, vegakerfi og innviðum sem hefur torveldað neyðaraðgerðir. Þá hafa jarðsprengjur frá því í Balkanstríðinu færst úr stað og skapa mikla hættu,” segir þar einnig.

Framlag ríkisstjórnarinnar mun renna til landsfélaga Rauða krossins sem sinna hjálparstarfi á flóðasvæðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×