Erlent

Njósnir Bandaríkjanna rannsakaðar í Þýskalandi

Harald Range, ðalsaksóknari Þýskalands.
Harald Range, ðalsaksóknari Þýskalands. Nordicphotos/AFP
Harald Range, ríkissaksóknari í Þýskalandi, hefur skýrt frá því að rannsókn sé hafin á hlerunum bandarísku leyniþjónustunnar á farsíma Angelu Merkel kanslara.

Rannsóknin beinist reyndar enn sem komið er ekki gegn ákveðnum einstaklingum, heldur er gengið út frá því að sökudólgurinn sé óþekktur. Hins vegar er rannsóknin miðuð við að bandaríska Þjóðaröryggisráðið standi á bak við njósnirnar.

Í tilkynningu frá skrifstofu saksóknarans segir að fyrir liggi „áþreifanlegar staðreyndir, sem styðja grun um hugsanlegar njósnir óþekktra starfsmanna bandarísku leyniþjónustunnar um farsíma Angelu Merkel kanslara“.

Upp um hleranirnar komst síðastliðið haust þegar bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden lét fjölmiðlum í té leyniskjöl frá bandaríska Þjóðaröryggisráðinu. Þar kom fram að Bandaríkin höfðu fylgst með símanotkun Angelu Merkel og fleiri þjóðarleiðtoga.

Merkel brást ókvæða við og sakaði Bandaríkin um trúnaðarbrot.

Range saksóknari segist gjarnan vilja fá Edward Snowden til að bera vitni í málinu, og telur sig nú í sterkari stöðu til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×