Erlent

Malasíska vélin var á sjálfstýringu þegar hún hrapaði

Vísir/AFP
Leitin að malasísku Boeing farþegaþotunni sem hvarf með manni og mús þegar hún var á leið frá Kuala Lumpur til Peking í mars með 239 manns innanborðs hefur nú tekið nýja stefnu.

Nú ætla leitarflokkar að beina sjónum sínum að svæði sem liggur um 1800 kílómetra frá vesturströnd Ástralíu, að því er aðstoðarforsætisráðherra landsins segir. Áður hefur verið leitað á þessu svæði úr lofti en í þetta skiptið verður um leit neðansjávar að ræða. Nú er talið víst að vélin hafi verið á sjálfsstýringu þegar hún hrapaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×