Aron og félagar áfram þrátt fyrir tap Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2014 15:05 Thomas Müller fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Þýskaland vann Bandaríkin, 1-0, í lokaumferð G-riðils á HM 2014 í fótbolta í dag, en sigurinn tryggði Þjóðverjum efsta sæti riðilsins. Þýska liðið var mun betri aðilinn í dag og sótti án afláts. Því tókst þó ekki að skora fyrr en eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það gerði Thomas Müller með glæsilegu innanfótarskoti fyrir utan teig en TimHoward, markvörður Bandaríkjanna, sló skalla PerMertesackers til Müllers. Árangurs Müllers á heimsmeistaramótum er orðinn alveg hreint lygilegur en hann er nú búinn að skora níu mörk á tæpum tveimur mótum. Hann varð markahæstur í Suður-Afríku fyrir fjórum árum þar sem hann skoraði fimm mörk, en nú er hann búinn að skora fjögur mörk í þremur leikjum. Þrjú skoraði hann á móti Portúgal í fyrstu umferðinni. Brasilíski Ronaldo og Þjóðverjinn MiroslavKlose eru markahæstir í sögu lokakeppni HM með 15 mörk, en það er ekki útilokað að Müller bæti það áður en ferlinum lýkur. Hann er ekki nema 24 ára gamall. Þrátt fyrir tapið komast Bandaríkin áfram í 16 liða úrslitin því CristianoRonaldo og félagar í Portúgal gerðu þeim greiða og unnu Gana í hinum leik riðilsins, 2-1. Í stöðunni 1-1 í þeim leik þurfti Gana aðeins eitt mark til að komast áfram á meðan Þýskaland var að vinna Bandaríkin. Kanarnir geta þakkað Cristiano Ronaldo sérstaklega, en hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu. Annan leikinn í röð kom AronJóhannsson ekkert við sögu. Því miður önnur fýluferð fyrir fjölskyldu Arons og vini sem voru mættir á völlinn í Recife. Það er vonandi að hann komi við sögu í 16 liða úrslitum. Bandaríkin mæta Belgíu í 16 liða úrslitum. Leikurinn fer fram í salvador 1. júlí, en Þjóðverjar mæta liðinu sem lendir í öðru sæti í H-riðli. Það geta enn orðið fjögur lið; Belgía, Rússland, Alsír og Suður-Kórea.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Sjá meira
Þýskaland vann Bandaríkin, 1-0, í lokaumferð G-riðils á HM 2014 í fótbolta í dag, en sigurinn tryggði Þjóðverjum efsta sæti riðilsins. Þýska liðið var mun betri aðilinn í dag og sótti án afláts. Því tókst þó ekki að skora fyrr en eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það gerði Thomas Müller með glæsilegu innanfótarskoti fyrir utan teig en TimHoward, markvörður Bandaríkjanna, sló skalla PerMertesackers til Müllers. Árangurs Müllers á heimsmeistaramótum er orðinn alveg hreint lygilegur en hann er nú búinn að skora níu mörk á tæpum tveimur mótum. Hann varð markahæstur í Suður-Afríku fyrir fjórum árum þar sem hann skoraði fimm mörk, en nú er hann búinn að skora fjögur mörk í þremur leikjum. Þrjú skoraði hann á móti Portúgal í fyrstu umferðinni. Brasilíski Ronaldo og Þjóðverjinn MiroslavKlose eru markahæstir í sögu lokakeppni HM með 15 mörk, en það er ekki útilokað að Müller bæti það áður en ferlinum lýkur. Hann er ekki nema 24 ára gamall. Þrátt fyrir tapið komast Bandaríkin áfram í 16 liða úrslitin því CristianoRonaldo og félagar í Portúgal gerðu þeim greiða og unnu Gana í hinum leik riðilsins, 2-1. Í stöðunni 1-1 í þeim leik þurfti Gana aðeins eitt mark til að komast áfram á meðan Þýskaland var að vinna Bandaríkin. Kanarnir geta þakkað Cristiano Ronaldo sérstaklega, en hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu. Annan leikinn í röð kom AronJóhannsson ekkert við sögu. Því miður önnur fýluferð fyrir fjölskyldu Arons og vini sem voru mættir á völlinn í Recife. Það er vonandi að hann komi við sögu í 16 liða úrslitum. Bandaríkin mæta Belgíu í 16 liða úrslitum. Leikurinn fer fram í salvador 1. júlí, en Þjóðverjar mæta liðinu sem lendir í öðru sæti í H-riðli. Það geta enn orðið fjögur lið; Belgía, Rússland, Alsír og Suður-Kórea.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Sjá meira