Aron og félagar áfram þrátt fyrir tap Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2014 15:05 Thomas Müller fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Þýskaland vann Bandaríkin, 1-0, í lokaumferð G-riðils á HM 2014 í fótbolta í dag, en sigurinn tryggði Þjóðverjum efsta sæti riðilsins. Þýska liðið var mun betri aðilinn í dag og sótti án afláts. Því tókst þó ekki að skora fyrr en eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það gerði Thomas Müller með glæsilegu innanfótarskoti fyrir utan teig en TimHoward, markvörður Bandaríkjanna, sló skalla PerMertesackers til Müllers. Árangurs Müllers á heimsmeistaramótum er orðinn alveg hreint lygilegur en hann er nú búinn að skora níu mörk á tæpum tveimur mótum. Hann varð markahæstur í Suður-Afríku fyrir fjórum árum þar sem hann skoraði fimm mörk, en nú er hann búinn að skora fjögur mörk í þremur leikjum. Þrjú skoraði hann á móti Portúgal í fyrstu umferðinni. Brasilíski Ronaldo og Þjóðverjinn MiroslavKlose eru markahæstir í sögu lokakeppni HM með 15 mörk, en það er ekki útilokað að Müller bæti það áður en ferlinum lýkur. Hann er ekki nema 24 ára gamall. Þrátt fyrir tapið komast Bandaríkin áfram í 16 liða úrslitin því CristianoRonaldo og félagar í Portúgal gerðu þeim greiða og unnu Gana í hinum leik riðilsins, 2-1. Í stöðunni 1-1 í þeim leik þurfti Gana aðeins eitt mark til að komast áfram á meðan Þýskaland var að vinna Bandaríkin. Kanarnir geta þakkað Cristiano Ronaldo sérstaklega, en hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu. Annan leikinn í röð kom AronJóhannsson ekkert við sögu. Því miður önnur fýluferð fyrir fjölskyldu Arons og vini sem voru mættir á völlinn í Recife. Það er vonandi að hann komi við sögu í 16 liða úrslitum. Bandaríkin mæta Belgíu í 16 liða úrslitum. Leikurinn fer fram í salvador 1. júlí, en Þjóðverjar mæta liðinu sem lendir í öðru sæti í H-riðli. Það geta enn orðið fjögur lið; Belgía, Rússland, Alsír og Suður-Kórea.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira
Þýskaland vann Bandaríkin, 1-0, í lokaumferð G-riðils á HM 2014 í fótbolta í dag, en sigurinn tryggði Þjóðverjum efsta sæti riðilsins. Þýska liðið var mun betri aðilinn í dag og sótti án afláts. Því tókst þó ekki að skora fyrr en eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það gerði Thomas Müller með glæsilegu innanfótarskoti fyrir utan teig en TimHoward, markvörður Bandaríkjanna, sló skalla PerMertesackers til Müllers. Árangurs Müllers á heimsmeistaramótum er orðinn alveg hreint lygilegur en hann er nú búinn að skora níu mörk á tæpum tveimur mótum. Hann varð markahæstur í Suður-Afríku fyrir fjórum árum þar sem hann skoraði fimm mörk, en nú er hann búinn að skora fjögur mörk í þremur leikjum. Þrjú skoraði hann á móti Portúgal í fyrstu umferðinni. Brasilíski Ronaldo og Þjóðverjinn MiroslavKlose eru markahæstir í sögu lokakeppni HM með 15 mörk, en það er ekki útilokað að Müller bæti það áður en ferlinum lýkur. Hann er ekki nema 24 ára gamall. Þrátt fyrir tapið komast Bandaríkin áfram í 16 liða úrslitin því CristianoRonaldo og félagar í Portúgal gerðu þeim greiða og unnu Gana í hinum leik riðilsins, 2-1. Í stöðunni 1-1 í þeim leik þurfti Gana aðeins eitt mark til að komast áfram á meðan Þýskaland var að vinna Bandaríkin. Kanarnir geta þakkað Cristiano Ronaldo sérstaklega, en hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu. Annan leikinn í röð kom AronJóhannsson ekkert við sögu. Því miður önnur fýluferð fyrir fjölskyldu Arons og vini sem voru mættir á völlinn í Recife. Það er vonandi að hann komi við sögu í 16 liða úrslitum. Bandaríkin mæta Belgíu í 16 liða úrslitum. Leikurinn fer fram í salvador 1. júlí, en Þjóðverjar mæta liðinu sem lendir í öðru sæti í H-riðli. Það geta enn orðið fjögur lið; Belgía, Rússland, Alsír og Suður-Kórea.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira