Erlent

Gaf sjálfum sér það að nauðga í afmælisgjöf

Jakob Bjarnar skrifar
Valery Makarenkov hefur valdið ógn og ótta meðal Moskubúa nú í rúm 30 ár.
Valery Makarenkov hefur valdið ógn og ótta meðal Moskubúa nú í rúm 30 ár. Daily Mail
Mál raðnauðgarans Valery Makarenkov, 67 ára gamals, hefur vakið verulegan óhug í Rússlandi. Hann er talinn hafa ráðist á og nauðgað yfir hundrað konum um dagana. Og nú hefur hann sagt lögreglu, við yfirheyrslur, að hann hafi gefið sjálfum sér þetta í afmælisgjöf að nauðga konum, en hann á afmæli 27. maí. Daily Mail er meðal erlendra miðla sem greinir frá þessu.

Makarenkov var gripinn í síðasta mánuði en þá hafði hann skapað ótta og örvinglan í Moskvu í yfir þrjátíu ára tímabil. Aðfarirnar voru þær að hann réðst á konur með grímu fyrir andliti sínu, greip um háls þeirra þar til þær misstu meðvitund og þá nauðgaði hann þeim; og rændi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×