"Viss um að þetta hefði ekki þurft að fara svona“ Randver Kári Randversson skrifar 13. júní 2014 14:16 Systir mannsins sem lést í skotárásinni í Hraunbæ segir ýmislegt athugavert við vinnubrögð lögreglunnar á vettvangi. Vísir/Stefán „Í skýrslunni er bara verið rekja atburðarásina, á kostnað hans, og til þess að verja störf lögreglunnar. Svona eins og það hafi bara verið í lagi að gera þetta. Það eru engar athugasemdir gerðar við vinnubrögð lögreglunnar,“ segir Sigríður Ósk Jónasdóttir, systir Sævars Rafns Jónassonar sem var felldur af lögreglumönnum á heimili sínu í Hraunbæ í desember síðastliðnum. Niðurstaða rannsóknar ríkissaksóknara um málið verður birt um klukkan tvö í dag, en Sigríður átti fund með ríkissaksóknara í morgun þar sem hún fékk að sjá niðurstöðurnar. Sigríður segir ýmislegt hafa verið athugavert við vinnubrögð lögreglunnar í málinu. „Það má setja spurningamerki við allt þetta ferli. Þegar lögreglan kemur á vettvang þá vita þeir ekkert hver býr þarna. Þeir eru með rangt nafn á manninum í upphafi. Það er ekkert gert til að kanna hans bakgrunn eða neitt svoleiðis.“ Jafnframt segir hún margt í skýrslunni sem passar ekki við það sem áður hefur komið fram um málið. „Hann skaut aldrei áður en lögreglan kom. Í öllu þessu ferli þá skýtur hann átta sinnum, en fréttirnar í upphafi voru þannig að hann hefði skotið í sífellu. Það er bara ekki rétt. Það er búið að fegra þetta svo mikið núna, eins og þetta sé bara alveg í lagi,“ segir Sigríður. Hún segist vera viss um að atburðarásin í upphafi hefði orðið önnur ef lögregla hefði brugðist betur við í upphafi. „Ég er eiginlega alveg viss um að þetta hefði ekki þurft að fara svona, ef málið hefði verið kannað betur í upphafi,“ segir Sigríður. Sigríður segir að vel hafi verið brugðist við þeim athugasemdum sem hún kom á framfæri í morgun og að trúlega fáist svör við þeim. Tengdar fréttir Greinargerð ríkissaksóknara um Hraunbæjarmálið Rannsókn málsins tók sex mánuði og er afrakstur þeirrar rannsóknar greinargerð sem má lesa hér. 13. júní 2014 14:22 Skotárásin í Hraunbæ: „Kerfið gafst upp á honum“ „Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra. 13. júní 2014 14:05 Lögregla braut ekki lög í Hraunbæjarmálinu Ríkissaksóknari úrskurðari í dag að lögreglan hefði farið að lögum þegar hún skaut Sævar Rafn Jónasson til bana í Hraunbæ í desember síðastliðnum. 13. júní 2014 14:42 Skotárásin í Hraunbæ: Niðurstöður rannsóknar ríkissaksóknara birtar í dag Rannsókn á aðgerðum lögreglumanna í Hraunbæjarmálinu svokallaða hefur staðið yfir í um hálft ár. Þetta er í fyrsta sinn sem maður fellur í átökum við lögreglu. Vísir fer yfir málið. 13. júní 2014 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Sjá meira
„Í skýrslunni er bara verið rekja atburðarásina, á kostnað hans, og til þess að verja störf lögreglunnar. Svona eins og það hafi bara verið í lagi að gera þetta. Það eru engar athugasemdir gerðar við vinnubrögð lögreglunnar,“ segir Sigríður Ósk Jónasdóttir, systir Sævars Rafns Jónassonar sem var felldur af lögreglumönnum á heimili sínu í Hraunbæ í desember síðastliðnum. Niðurstaða rannsóknar ríkissaksóknara um málið verður birt um klukkan tvö í dag, en Sigríður átti fund með ríkissaksóknara í morgun þar sem hún fékk að sjá niðurstöðurnar. Sigríður segir ýmislegt hafa verið athugavert við vinnubrögð lögreglunnar í málinu. „Það má setja spurningamerki við allt þetta ferli. Þegar lögreglan kemur á vettvang þá vita þeir ekkert hver býr þarna. Þeir eru með rangt nafn á manninum í upphafi. Það er ekkert gert til að kanna hans bakgrunn eða neitt svoleiðis.“ Jafnframt segir hún margt í skýrslunni sem passar ekki við það sem áður hefur komið fram um málið. „Hann skaut aldrei áður en lögreglan kom. Í öllu þessu ferli þá skýtur hann átta sinnum, en fréttirnar í upphafi voru þannig að hann hefði skotið í sífellu. Það er bara ekki rétt. Það er búið að fegra þetta svo mikið núna, eins og þetta sé bara alveg í lagi,“ segir Sigríður. Hún segist vera viss um að atburðarásin í upphafi hefði orðið önnur ef lögregla hefði brugðist betur við í upphafi. „Ég er eiginlega alveg viss um að þetta hefði ekki þurft að fara svona, ef málið hefði verið kannað betur í upphafi,“ segir Sigríður. Sigríður segir að vel hafi verið brugðist við þeim athugasemdum sem hún kom á framfæri í morgun og að trúlega fáist svör við þeim.
Tengdar fréttir Greinargerð ríkissaksóknara um Hraunbæjarmálið Rannsókn málsins tók sex mánuði og er afrakstur þeirrar rannsóknar greinargerð sem má lesa hér. 13. júní 2014 14:22 Skotárásin í Hraunbæ: „Kerfið gafst upp á honum“ „Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra. 13. júní 2014 14:05 Lögregla braut ekki lög í Hraunbæjarmálinu Ríkissaksóknari úrskurðari í dag að lögreglan hefði farið að lögum þegar hún skaut Sævar Rafn Jónasson til bana í Hraunbæ í desember síðastliðnum. 13. júní 2014 14:42 Skotárásin í Hraunbæ: Niðurstöður rannsóknar ríkissaksóknara birtar í dag Rannsókn á aðgerðum lögreglumanna í Hraunbæjarmálinu svokallaða hefur staðið yfir í um hálft ár. Þetta er í fyrsta sinn sem maður fellur í átökum við lögreglu. Vísir fer yfir málið. 13. júní 2014 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Sjá meira
Greinargerð ríkissaksóknara um Hraunbæjarmálið Rannsókn málsins tók sex mánuði og er afrakstur þeirrar rannsóknar greinargerð sem má lesa hér. 13. júní 2014 14:22
Skotárásin í Hraunbæ: „Kerfið gafst upp á honum“ „Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra. 13. júní 2014 14:05
Lögregla braut ekki lög í Hraunbæjarmálinu Ríkissaksóknari úrskurðari í dag að lögreglan hefði farið að lögum þegar hún skaut Sævar Rafn Jónasson til bana í Hraunbæ í desember síðastliðnum. 13. júní 2014 14:42
Skotárásin í Hraunbæ: Niðurstöður rannsóknar ríkissaksóknara birtar í dag Rannsókn á aðgerðum lögreglumanna í Hraunbæjarmálinu svokallaða hefur staðið yfir í um hálft ár. Þetta er í fyrsta sinn sem maður fellur í átökum við lögreglu. Vísir fer yfir málið. 13. júní 2014 07:00