Vegagerðin áfrýjar úrskurði Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2014 08:00 Hreinn Haraldsson vegamálastjóri telur eðlilegt að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar vegna veglínunnar. Mynd/Egill Aðalsteinsson Vegagerðin ætlar að kæra niðurstöðu Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn þriðjudag að veglínan sem Vegagerðin lagði fram í tillögu að matsáætlun fylgdi að verulegu leyti fyrri útfærslum veglína sem lagðar voru fram í matsskýrslu árið 2005. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri telur eðlilegt að kæra þann úrskurð. Málið sé ein samfelld sorgarsaga og niðurstöðu þurfi að fá sem fyrst. „Sú veglína sem við bjóðum upp á er sú langöruggasta og hagkvæmasta sem til er. Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau. Þetta er búið að taka langan tíma. Nokkrir áfangar að bættum samgöngum um sunnanverða Vestfirði hafa verið kláraðir en enn er eftir síðasti áfanginn. Það er vissulega slæmt að vera ekki kominn með þetta mál lengra,“ segir Hreinn. „Nú er svo komið að þessi 20 kílómetra kafli sem eftir stendur mun líklega taka allt að fjögur ár í framkvæmd, með umhverfismati, hönnun og öllu því ferli sem veglínan þarf að fara í gegnum. Allar viðbótartafir leggjast við þann tíma.“Hreinn Haraldsson vegamálastjóri „Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau.“Ólína Þorvarðardóttir, varaþingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, telur það ekki hjálpa Vestfirðingum að fá bættar samgöngur um sunnanverða Vestfirði að kæra málið til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. „Svo virðist sem Skipulagsstofnun sé orðin þreytt á að láta stilla sér upp við vegg. Þannig ákveður stofnunin að veita Vegagerðinni leiðbeiningar í úrskurði sínum um endurupptöku í þessu máli. Vegagerðin hefur hins vegar ekki skoðað þau tilmæli um allar þær færu leiðir en ákveður að áfrýja úrskurðinum. Með því er vegagerðin að ýta þessum brýnu samgöngubótum inn í áframhaldandi pattstöðu. Að mínu mati verða menn að leita allra löglegra og færra leiða, áfrýjun er ekki ein þeirra,“ segir Ólína. Hún telur réttast að leita endurupptöku málsins. „Vilji menn leið um Teigsskóg, þá er réttast að sækja um endurupptöku málsins. Í stað þess fara menn með málið inn í óleysanlegan hnút og á meðan streymir fjármagn í samgöngumálum í önnur, minna brýn verkefni, í öðrum kjördæmum.“ Hreinn telur uppbygginguna á sunnanverðum Vestfjörðum vera af þeirri stærðargráðu að ekki sé hægt að bíða lengur með þessa brýnu samgöngubót. „Sú uppbygging á sunnanverðum Vestfjörðum kallar á bættar samgöngur við hringveginn, fyrir utan hina almennu kröfu íbúa um að komast í nútímavegasamband við aðra landshluta.“ Teigsskógur Tengdar fréttir Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00 Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Vegagerðin ætlar að kæra niðurstöðu Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn þriðjudag að veglínan sem Vegagerðin lagði fram í tillögu að matsáætlun fylgdi að verulegu leyti fyrri útfærslum veglína sem lagðar voru fram í matsskýrslu árið 2005. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri telur eðlilegt að kæra þann úrskurð. Málið sé ein samfelld sorgarsaga og niðurstöðu þurfi að fá sem fyrst. „Sú veglína sem við bjóðum upp á er sú langöruggasta og hagkvæmasta sem til er. Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau. Þetta er búið að taka langan tíma. Nokkrir áfangar að bættum samgöngum um sunnanverða Vestfirði hafa verið kláraðir en enn er eftir síðasti áfanginn. Það er vissulega slæmt að vera ekki kominn með þetta mál lengra,“ segir Hreinn. „Nú er svo komið að þessi 20 kílómetra kafli sem eftir stendur mun líklega taka allt að fjögur ár í framkvæmd, með umhverfismati, hönnun og öllu því ferli sem veglínan þarf að fara í gegnum. Allar viðbótartafir leggjast við þann tíma.“Hreinn Haraldsson vegamálastjóri „Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau.“Ólína Þorvarðardóttir, varaþingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, telur það ekki hjálpa Vestfirðingum að fá bættar samgöngur um sunnanverða Vestfirði að kæra málið til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. „Svo virðist sem Skipulagsstofnun sé orðin þreytt á að láta stilla sér upp við vegg. Þannig ákveður stofnunin að veita Vegagerðinni leiðbeiningar í úrskurði sínum um endurupptöku í þessu máli. Vegagerðin hefur hins vegar ekki skoðað þau tilmæli um allar þær færu leiðir en ákveður að áfrýja úrskurðinum. Með því er vegagerðin að ýta þessum brýnu samgöngubótum inn í áframhaldandi pattstöðu. Að mínu mati verða menn að leita allra löglegra og færra leiða, áfrýjun er ekki ein þeirra,“ segir Ólína. Hún telur réttast að leita endurupptöku málsins. „Vilji menn leið um Teigsskóg, þá er réttast að sækja um endurupptöku málsins. Í stað þess fara menn með málið inn í óleysanlegan hnút og á meðan streymir fjármagn í samgöngumálum í önnur, minna brýn verkefni, í öðrum kjördæmum.“ Hreinn telur uppbygginguna á sunnanverðum Vestfjörðum vera af þeirri stærðargráðu að ekki sé hægt að bíða lengur með þessa brýnu samgöngubót. „Sú uppbygging á sunnanverðum Vestfjörðum kallar á bættar samgöngur við hringveginn, fyrir utan hina almennu kröfu íbúa um að komast í nútímavegasamband við aðra landshluta.“
Teigsskógur Tengdar fréttir Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00 Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00
Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00