Spennuþrunginn dagur Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. september 2014 07:45 Sjálfstæðissinnar hafa verið í miklum ham undanfarna daga og vikur. fréttablaðið/AP Mikill áhugi er meðal Skota á kosningunum í dag um sjálfstæði landsins. Reikna má með því að kosningaþátttakan verði með mesta móti, en alls hafa 97 prósent kosningabærra manna skráð sig til þátttöku. Sitt sýnist samt hverjum og tilfinningarnar hafa magnast upp síðustu dagana. Þeir sem barist hafa fyrir sjálfstæði Skotlands sjá fram á að draumurinn geti loksins ræst, en margir geta varla til þess hugsað að segja skilið við Bretland. „Ég vil ekki búa í landi þjóðernissinna,“ hefur AP-fréttastofan eftir Cathy Chance, sem starfar hjá bresku heilbrigðisþjónustunni í Edinborg. Hún segist staðráðin í að flytja burt fari svo að sjálfstæði verði samþykkt: „Ég held að veröldin þurfi ekki ein pólitísku landamærin til viðbótar.“ Roisin McLaren, háskólanemi í Edinborg, sem tekið hefur þátt í baráttu sjálfstæðissinna, segist í fyrsta sinn vera farin að trúa því að sjálfstæði geti orðið að veruleika.„Fjölskylda mín hefur lengi barist fyrir sjálfstæði en það hefur alltaf verið fjarlægur draumur,“ segir hún. „Það er ekki fyrr en núna á síðustu dögum sem þetta virðist mögulegt, innan seilingar. Ég get næstum því bragðað á því.“ Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið áberandi í baráttunni gegn sjálfstæði. Hann er skoskur sjálfur og hefur mætt á hvern baráttufundinn á fætur öðrum síðustu daga og vikur. „Þetta verður enginn aðskilnaður til reynslu,“ sagði hann á þriðjudaginn. „Þetta verður óhjákvæmilega subbulegur og dýr og dýrkeyptur og erfiður skilnaður.“ Alex Salmond, leiðtogi sjálfstæðissinna, er hins vegar í skýjunum þótt enginn geti fullyrt á hvorn veginn fari. Hann gagnrýnir bresku stjórnina fyrir að spila á síðustu stundu út loforði um að Skotar fái meira sjálfstæði, þótt þeir kjósi gegn sjálfstæði. „Þetta örvæntingarfulla tilboð um ekki neitt á síðustu stundu á ekki eftir að fá fólk í Skotlandi ofan af því að grípa þetta mikla tækifæri um að taka framtíð Skotlands í hendur Skotlands sjálfs,“ sagði hann á þriðjudaginn. Skoðanakannanir hjálpa ekkert við að draga úr óvissunni, því þær sýna enn að afar mjótt verði á mununum. Nei-hliðin hefur að vísu nokkurra prósenta forskot í flestum skoðanakönnunum, en munurinn er engan veginn nógu afgerandi. Úrslitin verða ekki ljós fyrr en líða tekur á næstu nótt, en óhætt er að segja að biðin eftir þeim verði spennu þrungin. Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Mikill áhugi er meðal Skota á kosningunum í dag um sjálfstæði landsins. Reikna má með því að kosningaþátttakan verði með mesta móti, en alls hafa 97 prósent kosningabærra manna skráð sig til þátttöku. Sitt sýnist samt hverjum og tilfinningarnar hafa magnast upp síðustu dagana. Þeir sem barist hafa fyrir sjálfstæði Skotlands sjá fram á að draumurinn geti loksins ræst, en margir geta varla til þess hugsað að segja skilið við Bretland. „Ég vil ekki búa í landi þjóðernissinna,“ hefur AP-fréttastofan eftir Cathy Chance, sem starfar hjá bresku heilbrigðisþjónustunni í Edinborg. Hún segist staðráðin í að flytja burt fari svo að sjálfstæði verði samþykkt: „Ég held að veröldin þurfi ekki ein pólitísku landamærin til viðbótar.“ Roisin McLaren, háskólanemi í Edinborg, sem tekið hefur þátt í baráttu sjálfstæðissinna, segist í fyrsta sinn vera farin að trúa því að sjálfstæði geti orðið að veruleika.„Fjölskylda mín hefur lengi barist fyrir sjálfstæði en það hefur alltaf verið fjarlægur draumur,“ segir hún. „Það er ekki fyrr en núna á síðustu dögum sem þetta virðist mögulegt, innan seilingar. Ég get næstum því bragðað á því.“ Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið áberandi í baráttunni gegn sjálfstæði. Hann er skoskur sjálfur og hefur mætt á hvern baráttufundinn á fætur öðrum síðustu daga og vikur. „Þetta verður enginn aðskilnaður til reynslu,“ sagði hann á þriðjudaginn. „Þetta verður óhjákvæmilega subbulegur og dýr og dýrkeyptur og erfiður skilnaður.“ Alex Salmond, leiðtogi sjálfstæðissinna, er hins vegar í skýjunum þótt enginn geti fullyrt á hvorn veginn fari. Hann gagnrýnir bresku stjórnina fyrir að spila á síðustu stundu út loforði um að Skotar fái meira sjálfstæði, þótt þeir kjósi gegn sjálfstæði. „Þetta örvæntingarfulla tilboð um ekki neitt á síðustu stundu á ekki eftir að fá fólk í Skotlandi ofan af því að grípa þetta mikla tækifæri um að taka framtíð Skotlands í hendur Skotlands sjálfs,“ sagði hann á þriðjudaginn. Skoðanakannanir hjálpa ekkert við að draga úr óvissunni, því þær sýna enn að afar mjótt verði á mununum. Nei-hliðin hefur að vísu nokkurra prósenta forskot í flestum skoðanakönnunum, en munurinn er engan veginn nógu afgerandi. Úrslitin verða ekki ljós fyrr en líða tekur á næstu nótt, en óhætt er að segja að biðin eftir þeim verði spennu þrungin.
Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent