Nýr heimur opnast erlendum foreldrum Eva Bjarnadóttir skrifar 21. janúar 2014 07:00 Jolanta Brandt (til hægri) ræðir sögur og leiki. Jolanta Brandt hafði unnið við fiskvinnslu á Dalvík í nærri fjögur ár þegar henni bauðst að taka þátt í verkefni sem miðar að því að efla erlenda foreldra til þátttöku í leikskólum og skólum bæjarins. Eftir þátttöku í verkefninu áttaði hún sig á því að hún yrði að hætta í fiskvinnslu og fara út á meðal fólks til þess að læra loksins að tala íslensku. „Söguskjóðuverkefnið hjálpaði mér að opnast meira og sjá að ég þarf að umgangast íslenskt fólk. Nú þekki ég líka fleiri og þegar ég fer í búðina hitti ég alltaf einhvern til að tala við, en það gerði ég ekki áður,“ segir Jolanta Brandt, sem er ættuð frá Póllandi og styður nú við pólsk börn í grunnskóla Dalvíkur. Jolanta tók tvisvar þátt í Söguskjóðuverkefni Dalvíkurbyggðar, þar sem foreldrar hittast og útbúa skjóður með sögum og leikjum sem þeir nota svo með börnum sínum. „Efnið er allt á íslensku, en við settum líka hljóðbækur fyrir foreldra sem ekki treysta sér til að lesa íslensku,“ útskýrir Jolanta. Eftir að hafa tekið öll íslenskunámskeið sem buðust var Jolanta orðin þreytt á því að geta ekki notað það sem hún lærði. „Ég var að vinna í frystihúsinu, sem var ekki vont en það var ekki gaman. Ég reyndi að læra íslensku en notaði hana aldrei,“ segir Jolanta. Eftir að hafa tekið þátt í Söguskjóðuverkefninu ákvað Jolanta að hætta í frystihúsinu og leita sér að nýju starfi. Líf hennar hefur tekið miklum breytingum síðan. „Já, þetta er miklu skemmtilegra. Fyrir ári var ég meira hluti af pólska samfélaginu. Ég var alltaf læst heima. En núna er ég ekki feimin við að spyrja íslenska foreldra hvort börnin mín megi leika við börnin þeirra og ég er ekki feimin við að tala við börn sem koma í heimsókn,“ segir Jolanta og staðfestir að breytingin hefur haft áhrif á alla fjölskylduna. Jolanta segir Söguskjóðuverkefnið opna nýjan heim. „Þegar ég var bara í kringum pólska samfélagið heyrði ég oft að það væru miklir fordómar gagnvart útlendingum. Nú veit ég að það er ekki rétt. Íslenskt fólk gerir margt til að fá útlendinga til að taka þátt og vera í góðum samskiptum,“ bendir hún á.Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri.Söguskjóður tilnefndar til nýsköpunarverðlauna Söguskjóðuverkefnið á Dalvík er eitt fimm verkefna sem tilnefnd eru til Nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu 2014 í flokki velferðar- og samfélagsmála. „Það hefur orðið gríðarleg vakning í fjölmenningarmálum hér á Dalvík,“ segir Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri á fræðslu- og menningarsviði Dalvíkurbyggðar. Hildur segir íbúasamsetninguna hafa breyst hratt og vísbendingar verið um að erlendir foreldrar tækju ekki sama þátt í skóla- og íþróttastarfi barna sinna og aðrir. „Reynslan sýnir okkur að það er ekki með vilja gert. Það sem vantaði voru upplýsingar um það sem var í boði,“ segir Hildur Ösp. Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi hjá bænum, ferðaðist til Hollands og kynnti sér aðferðafræðina að baki Söguskjóðuverkefninu. Verkefnið var í kjölfarið þróað í skólum Dalvíkur síðasta ári með góðum árangri. Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Jolanta Brandt hafði unnið við fiskvinnslu á Dalvík í nærri fjögur ár þegar henni bauðst að taka þátt í verkefni sem miðar að því að efla erlenda foreldra til þátttöku í leikskólum og skólum bæjarins. Eftir þátttöku í verkefninu áttaði hún sig á því að hún yrði að hætta í fiskvinnslu og fara út á meðal fólks til þess að læra loksins að tala íslensku. „Söguskjóðuverkefnið hjálpaði mér að opnast meira og sjá að ég þarf að umgangast íslenskt fólk. Nú þekki ég líka fleiri og þegar ég fer í búðina hitti ég alltaf einhvern til að tala við, en það gerði ég ekki áður,“ segir Jolanta Brandt, sem er ættuð frá Póllandi og styður nú við pólsk börn í grunnskóla Dalvíkur. Jolanta tók tvisvar þátt í Söguskjóðuverkefni Dalvíkurbyggðar, þar sem foreldrar hittast og útbúa skjóður með sögum og leikjum sem þeir nota svo með börnum sínum. „Efnið er allt á íslensku, en við settum líka hljóðbækur fyrir foreldra sem ekki treysta sér til að lesa íslensku,“ útskýrir Jolanta. Eftir að hafa tekið öll íslenskunámskeið sem buðust var Jolanta orðin þreytt á því að geta ekki notað það sem hún lærði. „Ég var að vinna í frystihúsinu, sem var ekki vont en það var ekki gaman. Ég reyndi að læra íslensku en notaði hana aldrei,“ segir Jolanta. Eftir að hafa tekið þátt í Söguskjóðuverkefninu ákvað Jolanta að hætta í frystihúsinu og leita sér að nýju starfi. Líf hennar hefur tekið miklum breytingum síðan. „Já, þetta er miklu skemmtilegra. Fyrir ári var ég meira hluti af pólska samfélaginu. Ég var alltaf læst heima. En núna er ég ekki feimin við að spyrja íslenska foreldra hvort börnin mín megi leika við börnin þeirra og ég er ekki feimin við að tala við börn sem koma í heimsókn,“ segir Jolanta og staðfestir að breytingin hefur haft áhrif á alla fjölskylduna. Jolanta segir Söguskjóðuverkefnið opna nýjan heim. „Þegar ég var bara í kringum pólska samfélagið heyrði ég oft að það væru miklir fordómar gagnvart útlendingum. Nú veit ég að það er ekki rétt. Íslenskt fólk gerir margt til að fá útlendinga til að taka þátt og vera í góðum samskiptum,“ bendir hún á.Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri.Söguskjóður tilnefndar til nýsköpunarverðlauna Söguskjóðuverkefnið á Dalvík er eitt fimm verkefna sem tilnefnd eru til Nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu 2014 í flokki velferðar- og samfélagsmála. „Það hefur orðið gríðarleg vakning í fjölmenningarmálum hér á Dalvík,“ segir Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri á fræðslu- og menningarsviði Dalvíkurbyggðar. Hildur segir íbúasamsetninguna hafa breyst hratt og vísbendingar verið um að erlendir foreldrar tækju ekki sama þátt í skóla- og íþróttastarfi barna sinna og aðrir. „Reynslan sýnir okkur að það er ekki með vilja gert. Það sem vantaði voru upplýsingar um það sem var í boði,“ segir Hildur Ösp. Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi hjá bænum, ferðaðist til Hollands og kynnti sér aðferðafræðina að baki Söguskjóðuverkefninu. Verkefnið var í kjölfarið þróað í skólum Dalvíkur síðasta ári með góðum árangri.
Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira