Erlent

Hollenskir útigangsmenn fá bjór fyrir að hreinsa til

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hollensku útigangsmennirnir sáttir eftir vinnu, með launin; bjór og sígarettur.
Hollensku útigangsmennirnir sáttir eftir vinnu, með launin; bjór og sígarettur.
Hollenskir útigangsmenn fá fimm bjóra, eina heita máltíð, um 1500 krónur og hálfan pakka af sígarettum fyrir að hreinsa upp rusl á götum Amstedamborgar.

Hinn ríkisstyrkti Regnbogasjóður réð 20 útigangsmenn í vinnu í þetta tilraunaverkefni. Hinn fimmtugi Karel Slinger er annar þessara manna. „Það er yndislegt að hafa eitthvað að gera. Ég get ekki setið kyrr. Ég vil alltaf vera að gera eitthvað núna,“ útskýrir hann.

Gerri Holterman verkefnisstjórinn vonast til þess að þetta hvetji mennina til þess að halda áfram að betrumbæta sig og að þeir muni finna sér enn betri vinnu innan skamms.

Strax hefur myndast biðlisti af fólki sem vill komast í þetta verkefni. Að sögn Fatimu Elatik, hverfisstjóra austur Amsterdam var erfitt að fá verkefnið samþykkt. „Margir stjórnmálamenn áttu í vandræðum með að samþykja að gefa fólki áfengi fyrir vinnu. En ég segi frekar að við séum að gefa fólki tilgang. Við erum að leyfa því að taka þátt í samfélaginu,“ útskýrir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×