Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag 14. maí 2014 16:02 selfie af mér á uppáhaldsstað mínum í Hafnarfirði – Hellisgerði með fallegasta tré landsins á bak við mig - Ég er treehugger :) Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ég er Hafnfirðingur í húð og hár, fædd á Sólvangi árið 1966 og hef lengst af búið í Hafnarfirði. Ég ólst upp í Suðurbænum, gekk í Öldutúnsskóla og síðan í Flensborg. Ég á ákaflega sterkar rætur í bænum, langamma og langafi fluttu til Hafnarfjarðar upp úr 1930 og reistu sér hús á Hamrinum, þar sem afi og amma bjuggu líka og móðir mín var alin upp. Ég á góðar æskuminningar úr þessu gamla timburhúsi sem nú hefur verið endurnýjað og orðið sérlega fallegt. Mitt heimili er á Suðurgötunni og hef ég lífið við höfnina fyrir augunum dag hvern. Sambýlismaður minn er Einar Áskelsson gæða- og öryggisstjóri Fjármálaeftirlitsins. Saman eigum við fimm börn; Söru Dögg 26 ára, Rannveigu 21 árs, Elínu Ásu 13 ára, Hjört Elí 10 ára og Karitas Björgu 5 ára. Ég er líka svo heppin að vera orðin amma því elsta stelpan mín á dásemdar drenginn Kristján Óla sem er rúmlega eins árs. Ég er með BA-próf í bókmenntafræði, framhaldsnám í blaðamennsku og kennsluréttindum frá Háskóla Íslands. Ég starfaði um tíma við blaðamennsku, útgáfu og kynningarmál, einnig var ég um árabil í starfi sem áfengisráðgjafi og dagskrárstjóri á Teigi, áfengismeðferðardeild Landspítalans. Árið 2000 réðst ég til kennslu við Flensborgarskóla og tók þátt í að byggja upp upplýsinga- og fjölmiðladeild við skólann. Í Flensborgarskóla var ég einnig forvarnafulltrúi í allnokkur ár. Frá árinu 2012 hef ég sinnt bæjarmálunum í Hafnarfirði í fullu starfi. Fyrstu tvö árin sem formaður fræðslu- og bæjarráðs og formaður stjórnar Strætó bs og síðari tvö árni sem bæjarstjóri. Þetta hefur verið einstaklega lærdómsríkur, skemmtilegur og krefjandi tími. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fyrir utan Hafnarfjörð þá er einn fallegasti staður á Íslandi að mínu mati Dritvík á Snæfellsnesi. Rómantískasti staður landsins og þar er einhver ólýsanlegur kraftur. Hundar eða kettir? Mér finnst kettir skemmtilegri en hundar, þeir eru sjálfstæðari og litríkari karakterar. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðingar dætra minna þriggja. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fer eftir árstíðum. Kjötsúpa er best á köldum dögum, Skata er ómissandi hluti jóla og svo Sushi þess á milli ;) Hvernig bíl ekur þú? Toyota Yaris 2008. Besta minningin? Fyrstu augnablikin í lífi dætra minna þriggja eru dýrmætustu og bestu minningar mínar. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Ég hef einu sinni verið stoppuð af lögreglunni til að athuga hvort ég væri að fara að aka undir áhrifum áfengis. Þetta var á bílastæðinu fyrir utan sveitaball í Úthlíð fyrir ca. 15 árum og ég var með mömmu og ömmu í bílnum :) Ég var afskaplega glöð – bað sérstaklega um að fá að blása, en löggunni fannst ég ekkert spennandi því ég var auðvitað alveg bláedrú og verið það í yfir 20 ár :) Hverju sérðu mest eftir? Ég sé ekki eftir neinu – ég er sú sem ég er vegna alls þess sem ég hef gengið í gegn um og upplifað. Draumaferðalagið? Lífið er draumaferðalagið mitt Hefur þú migið í saltan sjó? Já, auðvitað. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar ég hætti að nota á mér eyrun. Þá var ég sjö ára og bjó ásamt móður minni á heimavist Heyrnaleysingjaskólans. Ég var eina heyrandi barnið og þurfti því ekki mikið að nota á mér eyrun – samskiptin fóru jú aðallega fram með táknmáli en ekki tali. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, oft. Það er mannlegt að gera mistök en ég reyni að læra af reynslunni og gera ekki sömu mistökin aftur. Hverju ertu stoltastur af? Í starfi mínu sem bæjarstjóri er ég er stoltust af þeim árangri sem náðst hefur við að endurskipuleggja erlend lán Hafnarfjarðarbæjar. Til þess þurfti að ná að samræma kröfur og væntingar þýskrar ríkisskilanefndar, Seðlabanka Íslands vegna gjaldeyrishafta og ná þeim árangri í rekstri sveitarfélagsins að sveitarfélagið gæti boðist viðunandi kjör á innlend lán hjá innlendum fjárfestum. Allt þetta náðist! Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Hafnarfjörður Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28 Oddvitaáskorunin - Minna vesen og meiri gleði Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. 14. maí 2014 10:55 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ég er Hafnfirðingur í húð og hár, fædd á Sólvangi árið 1966 og hef lengst af búið í Hafnarfirði. Ég ólst upp í Suðurbænum, gekk í Öldutúnsskóla og síðan í Flensborg. Ég á ákaflega sterkar rætur í bænum, langamma og langafi fluttu til Hafnarfjarðar upp úr 1930 og reistu sér hús á Hamrinum, þar sem afi og amma bjuggu líka og móðir mín var alin upp. Ég á góðar æskuminningar úr þessu gamla timburhúsi sem nú hefur verið endurnýjað og orðið sérlega fallegt. Mitt heimili er á Suðurgötunni og hef ég lífið við höfnina fyrir augunum dag hvern. Sambýlismaður minn er Einar Áskelsson gæða- og öryggisstjóri Fjármálaeftirlitsins. Saman eigum við fimm börn; Söru Dögg 26 ára, Rannveigu 21 árs, Elínu Ásu 13 ára, Hjört Elí 10 ára og Karitas Björgu 5 ára. Ég er líka svo heppin að vera orðin amma því elsta stelpan mín á dásemdar drenginn Kristján Óla sem er rúmlega eins árs. Ég er með BA-próf í bókmenntafræði, framhaldsnám í blaðamennsku og kennsluréttindum frá Háskóla Íslands. Ég starfaði um tíma við blaðamennsku, útgáfu og kynningarmál, einnig var ég um árabil í starfi sem áfengisráðgjafi og dagskrárstjóri á Teigi, áfengismeðferðardeild Landspítalans. Árið 2000 réðst ég til kennslu við Flensborgarskóla og tók þátt í að byggja upp upplýsinga- og fjölmiðladeild við skólann. Í Flensborgarskóla var ég einnig forvarnafulltrúi í allnokkur ár. Frá árinu 2012 hef ég sinnt bæjarmálunum í Hafnarfirði í fullu starfi. Fyrstu tvö árin sem formaður fræðslu- og bæjarráðs og formaður stjórnar Strætó bs og síðari tvö árni sem bæjarstjóri. Þetta hefur verið einstaklega lærdómsríkur, skemmtilegur og krefjandi tími. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fyrir utan Hafnarfjörð þá er einn fallegasti staður á Íslandi að mínu mati Dritvík á Snæfellsnesi. Rómantískasti staður landsins og þar er einhver ólýsanlegur kraftur. Hundar eða kettir? Mér finnst kettir skemmtilegri en hundar, þeir eru sjálfstæðari og litríkari karakterar. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðingar dætra minna þriggja. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fer eftir árstíðum. Kjötsúpa er best á köldum dögum, Skata er ómissandi hluti jóla og svo Sushi þess á milli ;) Hvernig bíl ekur þú? Toyota Yaris 2008. Besta minningin? Fyrstu augnablikin í lífi dætra minna þriggja eru dýrmætustu og bestu minningar mínar. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Ég hef einu sinni verið stoppuð af lögreglunni til að athuga hvort ég væri að fara að aka undir áhrifum áfengis. Þetta var á bílastæðinu fyrir utan sveitaball í Úthlíð fyrir ca. 15 árum og ég var með mömmu og ömmu í bílnum :) Ég var afskaplega glöð – bað sérstaklega um að fá að blása, en löggunni fannst ég ekkert spennandi því ég var auðvitað alveg bláedrú og verið það í yfir 20 ár :) Hverju sérðu mest eftir? Ég sé ekki eftir neinu – ég er sú sem ég er vegna alls þess sem ég hef gengið í gegn um og upplifað. Draumaferðalagið? Lífið er draumaferðalagið mitt Hefur þú migið í saltan sjó? Já, auðvitað. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar ég hætti að nota á mér eyrun. Þá var ég sjö ára og bjó ásamt móður minni á heimavist Heyrnaleysingjaskólans. Ég var eina heyrandi barnið og þurfti því ekki mikið að nota á mér eyrun – samskiptin fóru jú aðallega fram með táknmáli en ekki tali. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, oft. Það er mannlegt að gera mistök en ég reyni að læra af reynslunni og gera ekki sömu mistökin aftur. Hverju ertu stoltastur af? Í starfi mínu sem bæjarstjóri er ég er stoltust af þeim árangri sem náðst hefur við að endurskipuleggja erlend lán Hafnarfjarðarbæjar. Til þess þurfti að ná að samræma kröfur og væntingar þýskrar ríkisskilanefndar, Seðlabanka Íslands vegna gjaldeyrishafta og ná þeim árangri í rekstri sveitarfélagsins að sveitarfélagið gæti boðist viðunandi kjör á innlend lán hjá innlendum fjárfestum. Allt þetta náðist! Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Hafnarfjörður Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28 Oddvitaáskorunin - Minna vesen og meiri gleði Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. 14. maí 2014 10:55 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28
Oddvitaáskorunin - Minna vesen og meiri gleði Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. 14. maí 2014 10:55