Innlent

Arna Ýrr nýr prestur í Grafarvogi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arna Ýrr Sigurðardóttir.
Arna Ýrr Sigurðardóttir. Vísir/Stefán
Arna Ýrr Sigurðardóttir var í gær skipaður nýr prestur í Grafarvogsprestakalli frá og með 1. september. Voru tveir umsækjendur metnir jafnhæfir en biskup fór að ákvæðum jafnréttislaga. Þau kveða skýrt á um að séu tveir umsækjendur jafnir skal velja þann sem er af því kyni er færri er í starfsstéttinni.

„Með þessari skipan er stigið sögulegt skref. Í fyrsta sinn í sögu þjóðkirkjunnar munu þrjár konur vera skipaðar til að gegna prestembættum samtímis í sama prestakalli,“ segir Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli, í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×