Bæjarstjórinn lætur Baltasar svara fyrir sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2014 11:30 Vísir/Pjetur Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, lætur Baltasar Kormák um að svara fyrir gagnrýni Inga Freys Vilhjálmssonar, fréttastjóra DV. „Þegar Elliði Vignisson talar um Vestmannaeyjar mætti ætla að hann væri borgarstjóri í milljónaborg eða jafnvel forseti heimsveldis. Vestmannaeyjar verða að miðju alheimsins í munni Elliða,“ segir Ingi Freyr í pistli sínum. Nákvæmlega ekkert sérstakt sé við Vestmannaeyjar nema kannski hinn fáránlegi heimahagarembingur og stolt sem birtist í augum bæjarstjóran. Auk þess sprang, Pollamót og Þjóðhátíð. „Vestmannaeyjar eru menningarlegt núll að því leyti að það er ekkert sem aðgreinir menningu þeirra frá öðrum sjávarplássum víðs vegar um landið. Hvaðan kemur þessi rembingur og þetta útbelgda stolt Eyjamanna eins og Elliða, misskilningurinn um sérstöðu og æðra vægi? Þetta er bara eitt bæjarfélag af mörgum á Íslandi þar sem fiskur er veiddur og veiddur vel; Eyjamenn eiga nokkur stór útgerðarfyrirtæki sem hagnast yfirleitt ríflega og geta greitt mikla skatta og starfsmönnum sínum há laun. Það er flott: Eyjamenn eru duglegir; Vestmannaeyjar eru traustur hluti af íslenska efnahagskerfinu og bæjarfélagið leggur sitt af mörkum til samfélagsins, ríkisins Íslands. Enginn tekur það frá þeim: Þeir fiska vel - Eyjar eru ein af verstöðvum Íslands.“Baltasar Kormákur.Elliði slær á létta strengi í svari sínu, segist telja að fréttastjórinn sé fínn peyi. „Ég þekki ekki fréttastjórann. Held að hann sé fínn peyji. Þess vegna finn ég til með honum að fara svona villu vegar. Auðvitað eru Vestmannaeyjar sérstakar. Hvorki betri né verri en aðrir sambærilegir staðir, en sérstakar. Á sama hátt þykir mér Eyjamenn sérstakir. Hvorki betri né verri en aðrir, en sérstakir,“ segir í pistli Elliða. Bæjarstjórinn segir að fyrst orð sín megi sín lítils, hann sé „bara“ af landsbyggðinni og ætti sjálfsagt að vera að veiða fisk, láti hann Baltasar Kormák um orðið. Hann hafi raunar svarað fullyrðingum Inga Freys löngu áður en pistillinn var skrifaður. Það gerði hann við móttöku Edduverðlauna sem leikstjóri ársins. „Fyrst og fremst langar mig að senda Vestmannaeyingum kveðju. Það var frábært að gera þessa mynd. Höfðingsskapur, gestristni og það er eitthvað sérstakt í kakter Vestmannaeyinga sem að hrífur mig alveg rosalega. Þetta er eins og Íslendingur sem hefur verið tálgaður, það er bara það besta eftir hjá honum." Lýkur pistli Elliða á vangaveltum hvort Ingi Freyr telji Baltasar til einnig til vanvita. „Hann dvelur jú löngum stundum á heimili þeirra hjóna á Hofi í Skagafirði og því með öllu óvíst að fréttastjórinn telji hann marktækan í umræðu um landsbyggðina.“ Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, lætur Baltasar Kormák um að svara fyrir gagnrýni Inga Freys Vilhjálmssonar, fréttastjóra DV. „Þegar Elliði Vignisson talar um Vestmannaeyjar mætti ætla að hann væri borgarstjóri í milljónaborg eða jafnvel forseti heimsveldis. Vestmannaeyjar verða að miðju alheimsins í munni Elliða,“ segir Ingi Freyr í pistli sínum. Nákvæmlega ekkert sérstakt sé við Vestmannaeyjar nema kannski hinn fáránlegi heimahagarembingur og stolt sem birtist í augum bæjarstjóran. Auk þess sprang, Pollamót og Þjóðhátíð. „Vestmannaeyjar eru menningarlegt núll að því leyti að það er ekkert sem aðgreinir menningu þeirra frá öðrum sjávarplássum víðs vegar um landið. Hvaðan kemur þessi rembingur og þetta útbelgda stolt Eyjamanna eins og Elliða, misskilningurinn um sérstöðu og æðra vægi? Þetta er bara eitt bæjarfélag af mörgum á Íslandi þar sem fiskur er veiddur og veiddur vel; Eyjamenn eiga nokkur stór útgerðarfyrirtæki sem hagnast yfirleitt ríflega og geta greitt mikla skatta og starfsmönnum sínum há laun. Það er flott: Eyjamenn eru duglegir; Vestmannaeyjar eru traustur hluti af íslenska efnahagskerfinu og bæjarfélagið leggur sitt af mörkum til samfélagsins, ríkisins Íslands. Enginn tekur það frá þeim: Þeir fiska vel - Eyjar eru ein af verstöðvum Íslands.“Baltasar Kormákur.Elliði slær á létta strengi í svari sínu, segist telja að fréttastjórinn sé fínn peyi. „Ég þekki ekki fréttastjórann. Held að hann sé fínn peyji. Þess vegna finn ég til með honum að fara svona villu vegar. Auðvitað eru Vestmannaeyjar sérstakar. Hvorki betri né verri en aðrir sambærilegir staðir, en sérstakar. Á sama hátt þykir mér Eyjamenn sérstakir. Hvorki betri né verri en aðrir, en sérstakir,“ segir í pistli Elliða. Bæjarstjórinn segir að fyrst orð sín megi sín lítils, hann sé „bara“ af landsbyggðinni og ætti sjálfsagt að vera að veiða fisk, láti hann Baltasar Kormák um orðið. Hann hafi raunar svarað fullyrðingum Inga Freys löngu áður en pistillinn var skrifaður. Það gerði hann við móttöku Edduverðlauna sem leikstjóri ársins. „Fyrst og fremst langar mig að senda Vestmannaeyingum kveðju. Það var frábært að gera þessa mynd. Höfðingsskapur, gestristni og það er eitthvað sérstakt í kakter Vestmannaeyinga sem að hrífur mig alveg rosalega. Þetta er eins og Íslendingur sem hefur verið tálgaður, það er bara það besta eftir hjá honum." Lýkur pistli Elliða á vangaveltum hvort Ingi Freyr telji Baltasar til einnig til vanvita. „Hann dvelur jú löngum stundum á heimili þeirra hjóna á Hofi í Skagafirði og því með öllu óvíst að fréttastjórinn telji hann marktækan í umræðu um landsbyggðina.“
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira