Innlent

Íbúi stökk út um glugga á annarri hæð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þrír voru í húsinu við Grettisgötu 62 þegar eldur kom upp þar rétt fyrir hálf tíu leytið í morgun. Einn íbúanna stökk út um glugga á annarri hæð hússins er hann varð eldsins var að sögn nágranna sem fylgdist með húsinu í ljósum logum. Strax í kjölfarið flúði annar út um útidyrahurðina.

Slökkviliðið náði að slökkva eldinn á innan við stundarfjórðungi. Samkvæmt upplýsingum frá því voru þrír innandyra er eldurinn kviknaði og komust þeir allir óskaddaðir frá eldsvoðanum. Mennirnir þrír voru íbúar á efri hæð hússins.

Nágrannar sögðu í samtali við Vísi að mikið partýhald hefði verið í  húsinu. Fólkið þar væri hústökufólk og í raun tímaspursmál þar til eitthvað færi úrskeiðis.

Í myndbandinu að ofan má sjá aðstæður á vettvangi í morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×