Innlent

Eldur í húsi við Grettisgötu

Atli Ísleifsson skrifar
Slökkvilið er komið á staðinn og er búið að slökkva eldinn.
Slökkvilið er komið á staðinn og er búið að slökkva eldinn. Mynd/Jósef Hermann
Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út eftir að eldur kom upp ofarlega á Grettisgötu rétt fyrir klukkan hálf tíu í morgun. Húsið er á horni Grettisgötu og Barónstígs.

Uppfært klukkan 9:42

Búið er að slökkva eldinn og vinnur slökkviliðið nú að því að reykræsta húsið. Nágrannar segja í samtali við Vísi að hústökufólk hafi dvalið í húsinu. Þar hafi verið mikið partýhald á kvöldin og stöðugt ónæði. Hafði hann á orði að tímaspursmál væri þangað til eitthvað færi úrskeiðis.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru þrír í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Vöknuðu þeir við eldinn, komust út og varð ekki meint af. Eldsupptök eru ókunn. Nágranni segir í samtali við Vísi að einn íbúa hússins hafi stokkið út um glugga af annarri hæð eftir að kviknaði í.







Nágranni sá mann stökkva út um glugga á annarri hæð.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað til.
Húsið er á horn Grettisgötu og Barónsstígs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×