Hættur þingmennsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2014 14:43 Árni Þór Sigurðsson. Vísir/Daníel Árni Þór Sigurðsson, varaformaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, hefur sagt af sér þingmennsku. Hann tekur sem kunnugt er við starfi sendiherra á næstunni. Ekki hefur verið greint frá því hvar áætlað sé að Árni Þór muni starfa. „Ég hef starfað við og aflað mér menntunar á sviði alþjóðamála og hugur minn hefur í vaxandi mæli beinst að þeim málaflokki. Það er persónuleg ákvörðun mín að söðla um og nýta menntun, reynslu og þekkingu mína á þessu sviði,“ segir í yfirlýsingu Árna Þórs til fjölmiðla. „Snemma á þessu ári kom til álita að ég færi til starfa hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Í hæfnisferli sem slíkar alþjóðastofnanir gera, var ég metinn mjög vel hæfur til að gegna ábyrgðarstarfi og það hvatti mig áfram og færði mér einnig heim sanninn um að ég gæti gert gagn á sviði utanríkis- og alþjóðamála. Það er aðdragandi þess að ég fer nú til starfa í utanríkisráðuneytinu.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, fyrsti varaþingmaður í Reykjavík norður, mun að óbreyttu taka sæti Árna Þórs. Hún er með meistaragráðu í fötlunarfræði.Yfirlýsingin í heild sinniGóðir félagar.Ég hef í dag sagt af mér þingmennsku þar sem ég mun taka við starfi í utanríkisþjónustunni um næstu áramót. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka samverkafólki mínu og vinum í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði fyrir langa, stranga en fyrst og fremst gefandi samfylgd. Um leið tel ég rétt að gera ykkur nánari grein fyrir aðdraganda málsins og hvernig það snýr að mér.Undanfarin ár hefur starfsvettvangur minn á vettvangi Alþingis einkum verið utanríkis- og alþjóðamál. Allt síðasta kjörtímabil var ég formaður utanríkismálanefndar ásamt því að vera formaður þingmannanefndar EFTA. Um tíma átti ég líka sæti í Norðurlandaráði. Á vettvangi utanríkismála hef ég leitt starfið á Alþingi í málum sem okkur eru mikilvæg, eins og stefnumótun í málefnum Norðurslóða, langtímaáætlun í þróunarsamvinnu og viðurkenning á sjálfstæði Palestínu. Sú reynsla sem ég hef áunnið mér á þessum vettvangi hefur einnig kveikt áhuga minn á að starfa alfarið í þágu þessara mála.Snemma á þessu ári kom til álita að ég færi til starfa hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Í hæfnisferli sem slíkar alþjóðastofnanir gera, var ég metinn mjög vel hæfur til að gegna ábyrgðarstarfi og það hvatti mig áfram og færði mér einnig heim sanninn um að ég gæti gert gagn á sviði utanríkis- og alþjóðamála. Það er aðdragandi þess að ég fer nú til starfa í utanríkisráðuneytinu.Ég hef starfað við og aflað mér menntunar á sviði alþjóðamála og hugur minn hefur í vaxandi mæli beinst að þeim málaflokki. Það er persónuleg ákvörðun mín að söðla um og nýta menntun, reynslu og þekkingu mína á þessu sviði.Ég vona að þessi skrif skýri fyrir ykkur hvernig málið liggur gagnvart mér. Þessi staða var ekki fyrir hendi þegar ég gaf kost á mér í forvali flokksins fyrir síðustu alþingiskosningar og fékk góðan stuðning félaganna. En allt hefur sinn tíma, og ég er þeirrar skoðunar að þetta sé góður tími til að skipta um starfsvettvang, sannfærður um að ég á fullt erindi í þau störf sem bíða mín, og að þingsæti VG í Reykjavíkurkjördæmi norður, sem ég hef skipað, verður vel fyllt af Steinunni Þóru Árnadóttur, sem ég óska alls velfarnaðar í nýju starfi.Um leið og ég kveð ykkur að sinni, er aldrei að vita nema leiðir okkar eigi eftir að liggja saman síðar.Með kveðju,Árni Þór Sigurðsson Tengdar fréttir Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39 Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, varaformaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, hefur sagt af sér þingmennsku. Hann tekur sem kunnugt er við starfi sendiherra á næstunni. Ekki hefur verið greint frá því hvar áætlað sé að Árni Þór muni starfa. „Ég hef starfað við og aflað mér menntunar á sviði alþjóðamála og hugur minn hefur í vaxandi mæli beinst að þeim málaflokki. Það er persónuleg ákvörðun mín að söðla um og nýta menntun, reynslu og þekkingu mína á þessu sviði,“ segir í yfirlýsingu Árna Þórs til fjölmiðla. „Snemma á þessu ári kom til álita að ég færi til starfa hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Í hæfnisferli sem slíkar alþjóðastofnanir gera, var ég metinn mjög vel hæfur til að gegna ábyrgðarstarfi og það hvatti mig áfram og færði mér einnig heim sanninn um að ég gæti gert gagn á sviði utanríkis- og alþjóðamála. Það er aðdragandi þess að ég fer nú til starfa í utanríkisráðuneytinu.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, fyrsti varaþingmaður í Reykjavík norður, mun að óbreyttu taka sæti Árna Þórs. Hún er með meistaragráðu í fötlunarfræði.Yfirlýsingin í heild sinniGóðir félagar.Ég hef í dag sagt af mér þingmennsku þar sem ég mun taka við starfi í utanríkisþjónustunni um næstu áramót. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka samverkafólki mínu og vinum í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði fyrir langa, stranga en fyrst og fremst gefandi samfylgd. Um leið tel ég rétt að gera ykkur nánari grein fyrir aðdraganda málsins og hvernig það snýr að mér.Undanfarin ár hefur starfsvettvangur minn á vettvangi Alþingis einkum verið utanríkis- og alþjóðamál. Allt síðasta kjörtímabil var ég formaður utanríkismálanefndar ásamt því að vera formaður þingmannanefndar EFTA. Um tíma átti ég líka sæti í Norðurlandaráði. Á vettvangi utanríkismála hef ég leitt starfið á Alþingi í málum sem okkur eru mikilvæg, eins og stefnumótun í málefnum Norðurslóða, langtímaáætlun í þróunarsamvinnu og viðurkenning á sjálfstæði Palestínu. Sú reynsla sem ég hef áunnið mér á þessum vettvangi hefur einnig kveikt áhuga minn á að starfa alfarið í þágu þessara mála.Snemma á þessu ári kom til álita að ég færi til starfa hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Í hæfnisferli sem slíkar alþjóðastofnanir gera, var ég metinn mjög vel hæfur til að gegna ábyrgðarstarfi og það hvatti mig áfram og færði mér einnig heim sanninn um að ég gæti gert gagn á sviði utanríkis- og alþjóðamála. Það er aðdragandi þess að ég fer nú til starfa í utanríkisráðuneytinu.Ég hef starfað við og aflað mér menntunar á sviði alþjóðamála og hugur minn hefur í vaxandi mæli beinst að þeim málaflokki. Það er persónuleg ákvörðun mín að söðla um og nýta menntun, reynslu og þekkingu mína á þessu sviði.Ég vona að þessi skrif skýri fyrir ykkur hvernig málið liggur gagnvart mér. Þessi staða var ekki fyrir hendi þegar ég gaf kost á mér í forvali flokksins fyrir síðustu alþingiskosningar og fékk góðan stuðning félaganna. En allt hefur sinn tíma, og ég er þeirrar skoðunar að þetta sé góður tími til að skipta um starfsvettvang, sannfærður um að ég á fullt erindi í þau störf sem bíða mín, og að þingsæti VG í Reykjavíkurkjördæmi norður, sem ég hef skipað, verður vel fyllt af Steinunni Þóru Árnadóttur, sem ég óska alls velfarnaðar í nýju starfi.Um leið og ég kveð ykkur að sinni, er aldrei að vita nema leiðir okkar eigi eftir að liggja saman síðar.Með kveðju,Árni Þór Sigurðsson
Tengdar fréttir Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39 Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39
Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00
Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08