Ung hjúkrunarkona í Brasilíu er í atvinnuleit eftir að hafa myndað Neymar á sjúkrahúsinu eftir að hann meiddist.
Brasilíska stjarnan meiddist í leik Brasilíu og Kólumbíu í átta liða úrslitum HM og var í kjölfarið flutt á sjúkrahús.
Þar stóðst unga hjúkrunarkonan ekki mátið og tók upp myndband þar sem verið var að rúlla Neymar í sjúkrarúmi eftir ganginum. Myndbandið endaði á því að hún sást brosandi með tvö putta upp í loftið.
Hún ákvað síðan að setja myndbandið á netið og var í kjölfarið rekinn.
FIFA er með trúnaðarsamning við sjúkrahúsin sem þjónusta mótið og þessi hegðun var klárt brot á þeim samningi.
