Færri fæðast heyrnarlausir og fleiri fá kuðungsígræðslu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2014 00:01 Árið 2011 voru lög samþykkt þar sem táknmál var viðurkennt sem fyrsta tungumál heyrnarlausra og fögnuðu margir á þingpöllunum. Með fleiri kuðungsígræðslum er hvatt til þess að heyrnarlausir séu tvítyngdir og geti bæði tjáð sig á íslensku og táknmáli. Vísir/HAG Samfélag heyrnarlausra hefur ekki minnkað en meðalaldurinn fer hækkandi. Ástæðan er sú að tíðni hefur staðið í stað. Á fimmta til sjöunda áratug síðustu aldar fæddust stórir árgangar heyrnarlausra barna sem þýðir að flestir heyrnarlausra eru á milli fimmtugs og sjötugs. Ástæðan er faraldur sjúkdóma sem mæðurnar fengu, meðal annars rauðir hundar. „Aðalástæða þess að færri fæðast heyrnarlausir í dag er bætt mæðra- og ungbarnavernd. Bólusett hefur verið fyrir ýmsum sjúkdómum, fylgst er betur með mæðrum á meðgöngu og fyrirburar fá betri meðhöndlun,“ segir Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Það eru fyrst og fremst veirusýkingar og ættgengi sem veldur heyrnarleysi frá fæðingu í dag. Talið er að um 0,01 prósent barna fæðist heyrnarlaus eða um eitt barn á ári á Íslandi. Af þeim börnum fara langflest í kuðungsígræðslu sem gerir þeim kleift að heyra, beita tungumálinu og taka virkari þátt í samfélagi heyrandi manna. Með hækkandi meðalaldri og fleiri kuðungsígræðslum er þó ekki þar með sagt að heyrnarlausum muni fækka, því þótt einstaklingur sé með kuðungsígræðslu hættir hann ekki að vera heyrnarlaus.Heiðdís dögg Eiríksdóttir„Það eru vissulega færri í dag sem eru hreint og beint heyrnarlausir,“ segir Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra. „En kuðungsígræðslur virka í raun eins og heyrnartæki. Fötlunin er enn til staðar og einstaklingurinn er heyrnarlaus. Þar að auki verður heyrnin ekki fullkomin og líkaminn getur hafnað tækninni. Því er svo mikilvægt að heyrnarlaus börn læri líka táknmál.“ Heiðdís Dögg Eiríksdóttir segir flest börn sem fá kuðungsígræðslu tileinka sér íslensku en eingöngu sum tvítyngi, það er íslensku og táknmál. Það þýðir að þeim sem nota íslenskt táknmál fer vissulega fækkandi og líkur á að samfélag heyrnarlausra breytist mikið í kjölfarið. „Hlutverk Félags heyrnarlausra breytist með breytingum í samfélaginu og breyttum þörfum. Þannig er fólk með kuðungsígræðslu nýr hópur með nýja hagsmuni sem við berjumst fyrir. Einnig er alltaf mikilvægt að aðgengi að táknmáli sé til staðar.“ Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Sjá meira
Samfélag heyrnarlausra hefur ekki minnkað en meðalaldurinn fer hækkandi. Ástæðan er sú að tíðni hefur staðið í stað. Á fimmta til sjöunda áratug síðustu aldar fæddust stórir árgangar heyrnarlausra barna sem þýðir að flestir heyrnarlausra eru á milli fimmtugs og sjötugs. Ástæðan er faraldur sjúkdóma sem mæðurnar fengu, meðal annars rauðir hundar. „Aðalástæða þess að færri fæðast heyrnarlausir í dag er bætt mæðra- og ungbarnavernd. Bólusett hefur verið fyrir ýmsum sjúkdómum, fylgst er betur með mæðrum á meðgöngu og fyrirburar fá betri meðhöndlun,“ segir Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Það eru fyrst og fremst veirusýkingar og ættgengi sem veldur heyrnarleysi frá fæðingu í dag. Talið er að um 0,01 prósent barna fæðist heyrnarlaus eða um eitt barn á ári á Íslandi. Af þeim börnum fara langflest í kuðungsígræðslu sem gerir þeim kleift að heyra, beita tungumálinu og taka virkari þátt í samfélagi heyrandi manna. Með hækkandi meðalaldri og fleiri kuðungsígræðslum er þó ekki þar með sagt að heyrnarlausum muni fækka, því þótt einstaklingur sé með kuðungsígræðslu hættir hann ekki að vera heyrnarlaus.Heiðdís dögg Eiríksdóttir„Það eru vissulega færri í dag sem eru hreint og beint heyrnarlausir,“ segir Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra. „En kuðungsígræðslur virka í raun eins og heyrnartæki. Fötlunin er enn til staðar og einstaklingurinn er heyrnarlaus. Þar að auki verður heyrnin ekki fullkomin og líkaminn getur hafnað tækninni. Því er svo mikilvægt að heyrnarlaus börn læri líka táknmál.“ Heiðdís Dögg Eiríksdóttir segir flest börn sem fá kuðungsígræðslu tileinka sér íslensku en eingöngu sum tvítyngi, það er íslensku og táknmál. Það þýðir að þeim sem nota íslenskt táknmál fer vissulega fækkandi og líkur á að samfélag heyrnarlausra breytist mikið í kjölfarið. „Hlutverk Félags heyrnarlausra breytist með breytingum í samfélaginu og breyttum þörfum. Þannig er fólk með kuðungsígræðslu nýr hópur með nýja hagsmuni sem við berjumst fyrir. Einnig er alltaf mikilvægt að aðgengi að táknmáli sé til staðar.“
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Sjá meira