Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2014 11:16 Frá höfninni í Grundarfirði þar sem árásin átti sér stað. VÍSIR/VILHELM Maðurinn sem ráðist var á í Grundarfirði í nótt var heimamaður að sögn þeirra sem urðu vitni að árásinni. Tveir menn veittust að honum um klukkan 02:30 en þeir voru skipverjar á togaranum Baldvini NC 100 sem var við bryggju í Grundarfirði í nótt. Skipið er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union. Mennirnir þrír höfðu setið að sumbli á skemmtistað í bænum til klukkan 01:00 en samkvæmt starfsmanni staðarins var létt yfir mönnunum og áttu þeir í engum deilum meðan á dvöl þeirra stóð. Það var svo á þriðja tímanum í morgun sem skipverjarnir veittust að manninum við hafnarsvæðið í bænum með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega höfuðáverka. Hlúð var að manninum á heilsugæslustöðinni í Grundarfirði en ástand mannsins var talið svo alvarlegt að kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á slysadeild Landspítalans. Þyrlan lenti þar rétt fyrir klukkan fimm í morgun og liggur maðurinn nú á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus og þungt haldinn, að sögn vakthafandi læknis þar. Lögreglan hefur í morgun kortlagt vettvang árásarinnar og yfirfarið myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á hafnarsvæðinu. Árásarmennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en Baldvin hélt úr höfn um klukkan átta í morgun. Annar mannanna er íslenskur. Yfirheyrslur yfir mönnunum fara að hefjast en þeir hafa fram til þessa verið að sofa úr sér áfengisvímuna. Uppfært kl. 13:20Samkvæmt vakthafandi lækni er maðurinn í lífshættu og er honum enn haldið sofandi í öndunarvél.Uppfært 14:15 Árásarmennirnir hafa nú sofið úr sér og er verið að flytja þá á Akranes í skýrslutökur. Lögreglan telur að mennirnir á Baldvini NC 100 hafi verið við löndun þegar skipverjarnir réðust á manninn og mun hún því vera í sambandi við áhöfn togarans símleiðis því Baldvinn er nú kominn út á rúmsjó sem fyrr segir.Uppfært 16:20 Maðurinn gekkst undir aðgerð síðdegis. Honum er áfram haldið sofandi í öndunarvél. Lögreglan reynir nú að púsla saman atburðarásinni frá því að skemmtistaðurinn lokaði klukkan eitt og þangað til að árásin átti sér stað á þriðja tímanum í nótt. Hún leitar frekari vitna að árásinni og bendir þeim á að hægt er að ná sambandi við hana í síma 430-4141. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Maðurinn sem ráðist var á í Grundarfirði í nótt var heimamaður að sögn þeirra sem urðu vitni að árásinni. Tveir menn veittust að honum um klukkan 02:30 en þeir voru skipverjar á togaranum Baldvini NC 100 sem var við bryggju í Grundarfirði í nótt. Skipið er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union. Mennirnir þrír höfðu setið að sumbli á skemmtistað í bænum til klukkan 01:00 en samkvæmt starfsmanni staðarins var létt yfir mönnunum og áttu þeir í engum deilum meðan á dvöl þeirra stóð. Það var svo á þriðja tímanum í morgun sem skipverjarnir veittust að manninum við hafnarsvæðið í bænum með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega höfuðáverka. Hlúð var að manninum á heilsugæslustöðinni í Grundarfirði en ástand mannsins var talið svo alvarlegt að kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á slysadeild Landspítalans. Þyrlan lenti þar rétt fyrir klukkan fimm í morgun og liggur maðurinn nú á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus og þungt haldinn, að sögn vakthafandi læknis þar. Lögreglan hefur í morgun kortlagt vettvang árásarinnar og yfirfarið myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á hafnarsvæðinu. Árásarmennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en Baldvin hélt úr höfn um klukkan átta í morgun. Annar mannanna er íslenskur. Yfirheyrslur yfir mönnunum fara að hefjast en þeir hafa fram til þessa verið að sofa úr sér áfengisvímuna. Uppfært kl. 13:20Samkvæmt vakthafandi lækni er maðurinn í lífshættu og er honum enn haldið sofandi í öndunarvél.Uppfært 14:15 Árásarmennirnir hafa nú sofið úr sér og er verið að flytja þá á Akranes í skýrslutökur. Lögreglan telur að mennirnir á Baldvini NC 100 hafi verið við löndun þegar skipverjarnir réðust á manninn og mun hún því vera í sambandi við áhöfn togarans símleiðis því Baldvinn er nú kominn út á rúmsjó sem fyrr segir.Uppfært 16:20 Maðurinn gekkst undir aðgerð síðdegis. Honum er áfram haldið sofandi í öndunarvél. Lögreglan reynir nú að púsla saman atburðarásinni frá því að skemmtistaðurinn lokaði klukkan eitt og þangað til að árásin átti sér stað á þriðja tímanum í nótt. Hún leitar frekari vitna að árásinni og bendir þeim á að hægt er að ná sambandi við hana í síma 430-4141.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira