Uglum snarfjölgar á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 17. júlí 2014 13:00 Eyrugla. Vísir/júlíus ingason Mjög færist í aukana að fólk reki augu í uglur þegar það á leið um náttúru Íslands. Og, það er engin tilviljun – en ekki er víst að öllum líki ástæðan fyrir þessu.Fleiri mýs – fleiri uglur Jóhann Óli Hilmarsson hjá Fuglavernd hefur rannsakað uglu á Íslandi og raunin er sú að uglu hefur verið að fjölga verulega nú á allra síðustu árum. „Já, það eru að batna fæðuskilyrði músa sem er aðal fæðutegund branduglunnar. Með aukinni kornrækt og svo lúpínunni hafa mýsnar meira að éta og þar af leiðandi uglan líka.“ Þetta fylgir hvert öðru. Fleiri mýs, fleiri uglur. Branduglustofninn hefur tvöfaldast. „Þar sem ég hef verið að fylgjast með honum síðustu 12 árin í hluta Flóa í Ölfusi, þá hefur hann tvöfaldast á undanförnum tíu árum.“Jóhann Óli Hilmarsson.vísir/pjeturEyrugla að festa sig í sessi Jóhann Óli segir reyndar úrtakið ekki stórt en þetta gefur ótvíræðar vísbendingar almennt. Og ekki er það bara branduglan sem sækir í sig veðrið heldur hafa nýjar uglutegundir verið að nema land á Íslandi. Eyruglan hefur verið að nema land hér í skógum, hún er skógarfugl en með aukinni skógrækt hefur skógarfuglum verið að fjölga hér á landi. „Og aðallega í sumarbústaðalandi. Eyruglan virðist vera hrifin af því. Ég held að fyrsta staðfesta varpið hafi verið árið 2000 og síðan hefur henni verið smátt og smátt að fjölga. Hún hefur fundist Norðanlands en aðallega hafa menn orðið varir við hana á Suðurlandi. Hún er mjög svipuð branduglunni þannig að það er erfitt að greina þær nema maður sjái þær á stuttu færi. Þær eru nánast eins á flugi og því má vel vera að þetta séu eyrugulur sem fólk sér en telur sig vera að sjá branduglu.“ Uglan er fallegur fugl og svo er það náttúrlega sjálf snæuglan; sem margir hrífast af. Að sögn Jóhanns Óla er hún hér ávallt viðloðandi og hann telur hana verpa árlega á Íslandi. En, hennar fæðuskilyrði eru reyndar helst læmingjar og þá finnur snæuglan á Grænlandi. „Snæuglan hér verður að gera sér að góðu fugla og mýs og það eru ekki eins góð skilyrði fyrir hana hér.“ Snæuglan er gríðarlega fallegur fugl, en stygg og erfið að fylgjast með og vita menn því ekki mikið um hana.Hefurðu rekist á uglu á Íslandi? Sendu okkur endilega mynd á ritstjorn@visir.isÞessi ugla sást í Hraunborgum á dögunum.mynd/hermann hermannson Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Mjög færist í aukana að fólk reki augu í uglur þegar það á leið um náttúru Íslands. Og, það er engin tilviljun – en ekki er víst að öllum líki ástæðan fyrir þessu.Fleiri mýs – fleiri uglur Jóhann Óli Hilmarsson hjá Fuglavernd hefur rannsakað uglu á Íslandi og raunin er sú að uglu hefur verið að fjölga verulega nú á allra síðustu árum. „Já, það eru að batna fæðuskilyrði músa sem er aðal fæðutegund branduglunnar. Með aukinni kornrækt og svo lúpínunni hafa mýsnar meira að éta og þar af leiðandi uglan líka.“ Þetta fylgir hvert öðru. Fleiri mýs, fleiri uglur. Branduglustofninn hefur tvöfaldast. „Þar sem ég hef verið að fylgjast með honum síðustu 12 árin í hluta Flóa í Ölfusi, þá hefur hann tvöfaldast á undanförnum tíu árum.“Jóhann Óli Hilmarsson.vísir/pjeturEyrugla að festa sig í sessi Jóhann Óli segir reyndar úrtakið ekki stórt en þetta gefur ótvíræðar vísbendingar almennt. Og ekki er það bara branduglan sem sækir í sig veðrið heldur hafa nýjar uglutegundir verið að nema land á Íslandi. Eyruglan hefur verið að nema land hér í skógum, hún er skógarfugl en með aukinni skógrækt hefur skógarfuglum verið að fjölga hér á landi. „Og aðallega í sumarbústaðalandi. Eyruglan virðist vera hrifin af því. Ég held að fyrsta staðfesta varpið hafi verið árið 2000 og síðan hefur henni verið smátt og smátt að fjölga. Hún hefur fundist Norðanlands en aðallega hafa menn orðið varir við hana á Suðurlandi. Hún er mjög svipuð branduglunni þannig að það er erfitt að greina þær nema maður sjái þær á stuttu færi. Þær eru nánast eins á flugi og því má vel vera að þetta séu eyrugulur sem fólk sér en telur sig vera að sjá branduglu.“ Uglan er fallegur fugl og svo er það náttúrlega sjálf snæuglan; sem margir hrífast af. Að sögn Jóhanns Óla er hún hér ávallt viðloðandi og hann telur hana verpa árlega á Íslandi. En, hennar fæðuskilyrði eru reyndar helst læmingjar og þá finnur snæuglan á Grænlandi. „Snæuglan hér verður að gera sér að góðu fugla og mýs og það eru ekki eins góð skilyrði fyrir hana hér.“ Snæuglan er gríðarlega fallegur fugl, en stygg og erfið að fylgjast með og vita menn því ekki mikið um hana.Hefurðu rekist á uglu á Íslandi? Sendu okkur endilega mynd á ritstjorn@visir.isÞessi ugla sást í Hraunborgum á dögunum.mynd/hermann hermannson
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira