Erlent

Nýr forseti ESB vill þúsundir milljarða í styrkingu innviða

Heimir Már Pétursson skrifar
Verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heitir 48 þúsund milljörðum króna til uppbyggingar orku-, samgöngu- og breiðbandskerfa Evrópu á næstu þremur árum. Þá vill hann að Evrópusambandið setji reglur um lágmarkslaun innan sambandsins. Fulltrúar hægri flokka bauluðu á forsetann þegar hann ávarpaði evrópuþingið.

Kjör Jean-Claude Juncker fyrrverandi forsætisráðherra Luxemburgar í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er aðeins upphafið á endurnýjun allrar forystu þess. Leiðtogunum tókst hins vegar ekki á láta leiðtogakapalinn ganga upp í gær. Helle Thoring-Schmit forsætisráðherra Danmerkur er talin koma sterklega til greina sem forseti leiðtogaráðsins, en hún gæti reynst Íslendingum haukur í horni í samskiptum við sambandið í framtíðinni.

Juncker var kjörinn með 422 atkvæðum á evrópuþinginu en 250 greiddu atkvæði á móti kjöri hans og 47 sátu hjá. Hægri flokkar lögðust gegn kjöri hans og var David Cameron forsætisráðherra Bretlands talinn hafa beðið nokkurn ósigur með kjöri hans.

Junker heilsaði Nigel Farage leiðtoga breska Sjálfstæðisflokksins kumpánlega á evrópuþinginu, en líklegt er að Farge hafi á þeirri stundu hugsað Junker þegjandi þörfina. Og þegar Juncker ávarpaði evrópuþingið á þriðjudag bauluðu fulltrúar hægri flokka ítrekað á hann.

Marine Le Pen leiðtogi frönsku þjóðfylkingarinnar sagði í ræðu að þjóðræknir kjósendur í Evrópu biðu þess allir að framkvæmdastjórn Junckers og embættiskerfið í Brussel hyrfi allt í dýflissu sögunnar.

En Juncker er með risvaxin fyrirheit og vill m.a. að Evrópusambandið setji regur um lágmarkslaun og framfærslu og fari í meiriháttar fjárfestingar á innviðum. Hann biðalði til þingsins um að styðja hann í þeim áætlunum að setja 300 milljarða evra á næstu þremur árum til að styrkja orku -, samgöngu- og breiðbandskerfi sambandsríkjanna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×