KÚ kærir MS og KS Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2014 22:20 vísir/stefán Mjólkurbúið KÚ hefur kært Mjólkursamsöluna (MS) og Kaupfélag Skagfirðinga (KS) til Samkeppniseftirlitsins fyrir brot á Samkeppnislögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mjólkurbúinu. Þar segir að talið sé að Mjólka ehf. hafi einnig tekið þátt í samráðinu eftir að KS keypti Mjólku árið 2009 auk þess sem Auðhumla, móðurfélag MS, kunni að vera viðriðin samráðið frá upphafi. Krafist er að Samkeppniseftirlitið grípi þegar í stað til aðgerða því um sé að ræða samfelld brot sem staðið hafi yfir í langan tíma og beinist mikilvægum neysluvörum almennings. Í kærunni, sem sjá má hér fyrir neðan, kemur fram að Mjólkursamsalan sé ekki undanþegin samkeppnislögum og að hún hafi ranglega verið skilgreind sem afurðastöð í skilningi búvörulaga. „Einungis afurðastöðvar eru undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga um bann við samkeppnishamlandi samráði og samruna fyrirtækja,“ segir í kærunni. Þá segir að til að teljast afurðastöð í skilningi búvörulaga þurfi viðkomandi aðili að taka við mjólk eða annarri búvöru beint frá framleiðanda. „Það gerir MS ekki, heldur er það Auðhumla móðurfyrirtæki MS sem annast alla innvigtun og söfnun mjólkur frá bændum og greiðir þeim fyrir hana. MS hefur ekki keypt dropa af mjólk af bændum frá því fyrirtækið var stofnað 2007, heldur kaupir MS mjólkina af afurðastöðinni Auðhumlu. Viðtækt samráð og samstarf MS við KS og fleiri aðila í mjólkuriðnaði á undanförnum árum stríðir því augljóslega gegn samkeppnislögum að mati lögmanna Mjólkurbúsins.“ Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins, segir forsvarsmenn MS hafa haldið öðru fram. „Ég tel það mjög alvarlegt að forsvarsmenn MS hafa með blekkingum haldið því fram að MS sé afurðastöð í skilningi búvörulaga og því undanþegin ákvæðum samkeppnislaga. Þessari blekkingu hefur verið haldið fram gangvart samkeppnisyfirvöldum og neytendum til að réttlæta brot fyrirtækisins á samkeppnislögum. Þessu verður að linna.“ segir Ólafur. Í kæru lögmanna Mjólkurbúsins er bent á að einungis tveir aðilar hér á landi geti talist afurðastöðvar í skilningi búvörulaga en það eru Auðhumla svf. og Kaupfélag Skagfirðinga. Það breyti engu þótt MS sé að 90,1% í eigu afurðastöðvarinnar Auðhumlu, réttindi eins lögaðila færist ekki til annars lögaðila þótt tengdir séu. Nýlega sektaði Samkeppniseftirlitið MS um 370 milljónir króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína með því að krefja Mjólkurbúið KÚ um hærra verð fyrir hrámjólk en aðra kaupendur. Því máli hefur MS áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Tengdar fréttir Orðspor MS beðið hnekki síðustu daga Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda telur orðspor Mjólkursamsölunnar hafa beðið hnekki. Mjólkuriðnaðurinn verði að endurheimta traust almennings. Fara þurfi í saumana á mjólkurframleiðslukerfinu. Ekkert sé heilagt í þeim efnum. 10. október 2014 07:00 MS kærir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins Fyrirtækið segir samstarf afurðastöðva um að lækka framleiðslukostnað til ábata fyrir neytendur og bændur í uppnámi. 21. október 2014 16:06 Óvíst hvaða áhrif mál MS mun hafa Ráðherra neytendamála, segir mikilvægt að bíða eftir skýrslu frá Hagfræðistofnun um landbúnaðarkerfið og að máli Samkeppniseftirlitsins og Mjólkursamsölunnar ljúki áður en ákvarðanir verði teknar um framtíð landbúnaðarkerfisins. 15. október 2014 07:00 Sakar forstjóra MS um rógburð Ólafur M. Magnússon hefur ritað Einari Sigurðssyni forstjóra hjá MS bréf þar sem hann kvartar undan rógburði. 6. október 2014 15:20 Smjörið nýtist enn innanhúss Mjólkursamsalan tók ákvörðun mjög fljótlega um að nýta aðeins hluta þess smjörs sem hún flutti inn frá Írlandi til íblöndunar í ostaframleiðslu. Þetta segir Einar Sigurðsson, forstjóri MS. 10. október 2014 07:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira
Mjólkurbúið KÚ hefur kært Mjólkursamsöluna (MS) og Kaupfélag Skagfirðinga (KS) til Samkeppniseftirlitsins fyrir brot á Samkeppnislögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mjólkurbúinu. Þar segir að talið sé að Mjólka ehf. hafi einnig tekið þátt í samráðinu eftir að KS keypti Mjólku árið 2009 auk þess sem Auðhumla, móðurfélag MS, kunni að vera viðriðin samráðið frá upphafi. Krafist er að Samkeppniseftirlitið grípi þegar í stað til aðgerða því um sé að ræða samfelld brot sem staðið hafi yfir í langan tíma og beinist mikilvægum neysluvörum almennings. Í kærunni, sem sjá má hér fyrir neðan, kemur fram að Mjólkursamsalan sé ekki undanþegin samkeppnislögum og að hún hafi ranglega verið skilgreind sem afurðastöð í skilningi búvörulaga. „Einungis afurðastöðvar eru undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga um bann við samkeppnishamlandi samráði og samruna fyrirtækja,“ segir í kærunni. Þá segir að til að teljast afurðastöð í skilningi búvörulaga þurfi viðkomandi aðili að taka við mjólk eða annarri búvöru beint frá framleiðanda. „Það gerir MS ekki, heldur er það Auðhumla móðurfyrirtæki MS sem annast alla innvigtun og söfnun mjólkur frá bændum og greiðir þeim fyrir hana. MS hefur ekki keypt dropa af mjólk af bændum frá því fyrirtækið var stofnað 2007, heldur kaupir MS mjólkina af afurðastöðinni Auðhumlu. Viðtækt samráð og samstarf MS við KS og fleiri aðila í mjólkuriðnaði á undanförnum árum stríðir því augljóslega gegn samkeppnislögum að mati lögmanna Mjólkurbúsins.“ Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins, segir forsvarsmenn MS hafa haldið öðru fram. „Ég tel það mjög alvarlegt að forsvarsmenn MS hafa með blekkingum haldið því fram að MS sé afurðastöð í skilningi búvörulaga og því undanþegin ákvæðum samkeppnislaga. Þessari blekkingu hefur verið haldið fram gangvart samkeppnisyfirvöldum og neytendum til að réttlæta brot fyrirtækisins á samkeppnislögum. Þessu verður að linna.“ segir Ólafur. Í kæru lögmanna Mjólkurbúsins er bent á að einungis tveir aðilar hér á landi geti talist afurðastöðvar í skilningi búvörulaga en það eru Auðhumla svf. og Kaupfélag Skagfirðinga. Það breyti engu þótt MS sé að 90,1% í eigu afurðastöðvarinnar Auðhumlu, réttindi eins lögaðila færist ekki til annars lögaðila þótt tengdir séu. Nýlega sektaði Samkeppniseftirlitið MS um 370 milljónir króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína með því að krefja Mjólkurbúið KÚ um hærra verð fyrir hrámjólk en aðra kaupendur. Því máli hefur MS áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Tengdar fréttir Orðspor MS beðið hnekki síðustu daga Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda telur orðspor Mjólkursamsölunnar hafa beðið hnekki. Mjólkuriðnaðurinn verði að endurheimta traust almennings. Fara þurfi í saumana á mjólkurframleiðslukerfinu. Ekkert sé heilagt í þeim efnum. 10. október 2014 07:00 MS kærir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins Fyrirtækið segir samstarf afurðastöðva um að lækka framleiðslukostnað til ábata fyrir neytendur og bændur í uppnámi. 21. október 2014 16:06 Óvíst hvaða áhrif mál MS mun hafa Ráðherra neytendamála, segir mikilvægt að bíða eftir skýrslu frá Hagfræðistofnun um landbúnaðarkerfið og að máli Samkeppniseftirlitsins og Mjólkursamsölunnar ljúki áður en ákvarðanir verði teknar um framtíð landbúnaðarkerfisins. 15. október 2014 07:00 Sakar forstjóra MS um rógburð Ólafur M. Magnússon hefur ritað Einari Sigurðssyni forstjóra hjá MS bréf þar sem hann kvartar undan rógburði. 6. október 2014 15:20 Smjörið nýtist enn innanhúss Mjólkursamsalan tók ákvörðun mjög fljótlega um að nýta aðeins hluta þess smjörs sem hún flutti inn frá Írlandi til íblöndunar í ostaframleiðslu. Þetta segir Einar Sigurðsson, forstjóri MS. 10. október 2014 07:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira
Orðspor MS beðið hnekki síðustu daga Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda telur orðspor Mjólkursamsölunnar hafa beðið hnekki. Mjólkuriðnaðurinn verði að endurheimta traust almennings. Fara þurfi í saumana á mjólkurframleiðslukerfinu. Ekkert sé heilagt í þeim efnum. 10. október 2014 07:00
MS kærir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins Fyrirtækið segir samstarf afurðastöðva um að lækka framleiðslukostnað til ábata fyrir neytendur og bændur í uppnámi. 21. október 2014 16:06
Óvíst hvaða áhrif mál MS mun hafa Ráðherra neytendamála, segir mikilvægt að bíða eftir skýrslu frá Hagfræðistofnun um landbúnaðarkerfið og að máli Samkeppniseftirlitsins og Mjólkursamsölunnar ljúki áður en ákvarðanir verði teknar um framtíð landbúnaðarkerfisins. 15. október 2014 07:00
Sakar forstjóra MS um rógburð Ólafur M. Magnússon hefur ritað Einari Sigurðssyni forstjóra hjá MS bréf þar sem hann kvartar undan rógburði. 6. október 2014 15:20
Smjörið nýtist enn innanhúss Mjólkursamsalan tók ákvörðun mjög fljótlega um að nýta aðeins hluta þess smjörs sem hún flutti inn frá Írlandi til íblöndunar í ostaframleiðslu. Þetta segir Einar Sigurðsson, forstjóri MS. 10. október 2014 07:00