Óvíst hvaða áhrif mál MS mun hafa Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. október 2014 07:00 Félag atvinnurekenda boðaði til fundar um samkeppnismál í gær. fréttablaðið/GVA Algjörlega óvíst er hvernig brugðist verður við 370 milljóna króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á Mjólkursamsöluna fyrr í haust. Sektin var lögð á vegna þess að Mjólkursamsalan selur samkeppnisaðilum hrámjólk á hærra verði en tengdum aðilum. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hefur verið kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Fari málið þaðan fyrir dómstóla gæti tekið mörg ár að fá niðurstöðu í það. Til dæmis féll dómur í Hæstarétti Íslands í síðustu viku vegna 260 milljóna króna sektar sem Samkeppniseftirlitið lagði á Vífilfell með ákvörðun. Sú ákvörðun var gefin út 2011 og því tók þrjú ár að fá lokaniðurstöðu, sem var á þá leið að ákvörðunin var felld úr gildi. Jafnframt verður beðið eftir skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinnur fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Ragnheiður Elín ÁrnadóttirÁ fundi sem Félag atvinnurekenda efndi til í gær sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem er ráðherra neytendamála, að hún teldi eðlilegt að samkeppnislög næðu til allra atvinnugreina, þar með talið Mjólkursamsölunnar. „Ég held að við séum öll sammála um að einokunarstaða, án tilefnis, leiðir til tjóns og sóunar við nýtingu framleiðsluþátta,“ segir Ragnheiður Elín. En Ragnheiður sagði jafnframt að hún styddi þann farveg sem málið er í. Það skipti máli hvað muni koma út úr ferlinu hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála og dómstólum ef til kasta þeirra kæmi. „Það er alveg sama hver á í hlut, þú ert alltaf saklaus þangað til þú ert fundinn sekur. Auðvitað verðum við að gefa fólki í okkar samfélagi andmælarétt og það verður að leyfa málinu að ganga sinn gang. Við verðum að gefa lögmönnum færi á að takast á um þetta fyrir dómstólum og annað,“ segir Ragnheiður. „Ég er ánægð með það að landbúnaðarráðherra sé búinn að setja þessa heildarendurskoðun í gang sem er þverpólitísk og með þátttöku Hagfræðistofnunar í vinnunni,“ segir Ragnheiður Elín. Allar þær ákvarðanir sem teknar verði í framtíðinni verði betri ef byggt verði á bestu fáanlegu upplýsingunum. „Því vil ég leyfa þessu ferli sem og málinu gegn MS að fara sinn gang í kerfinu. Ég vona svo sannarlega að það þurfi ekki að taka langan tíma. Endurskoðun þarf allavega ekki að gera það,“ segir hún. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Algjörlega óvíst er hvernig brugðist verður við 370 milljóna króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á Mjólkursamsöluna fyrr í haust. Sektin var lögð á vegna þess að Mjólkursamsalan selur samkeppnisaðilum hrámjólk á hærra verði en tengdum aðilum. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hefur verið kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Fari málið þaðan fyrir dómstóla gæti tekið mörg ár að fá niðurstöðu í það. Til dæmis féll dómur í Hæstarétti Íslands í síðustu viku vegna 260 milljóna króna sektar sem Samkeppniseftirlitið lagði á Vífilfell með ákvörðun. Sú ákvörðun var gefin út 2011 og því tók þrjú ár að fá lokaniðurstöðu, sem var á þá leið að ákvörðunin var felld úr gildi. Jafnframt verður beðið eftir skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinnur fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Ragnheiður Elín ÁrnadóttirÁ fundi sem Félag atvinnurekenda efndi til í gær sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem er ráðherra neytendamála, að hún teldi eðlilegt að samkeppnislög næðu til allra atvinnugreina, þar með talið Mjólkursamsölunnar. „Ég held að við séum öll sammála um að einokunarstaða, án tilefnis, leiðir til tjóns og sóunar við nýtingu framleiðsluþátta,“ segir Ragnheiður Elín. En Ragnheiður sagði jafnframt að hún styddi þann farveg sem málið er í. Það skipti máli hvað muni koma út úr ferlinu hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála og dómstólum ef til kasta þeirra kæmi. „Það er alveg sama hver á í hlut, þú ert alltaf saklaus þangað til þú ert fundinn sekur. Auðvitað verðum við að gefa fólki í okkar samfélagi andmælarétt og það verður að leyfa málinu að ganga sinn gang. Við verðum að gefa lögmönnum færi á að takast á um þetta fyrir dómstólum og annað,“ segir Ragnheiður. „Ég er ánægð með það að landbúnaðarráðherra sé búinn að setja þessa heildarendurskoðun í gang sem er þverpólitísk og með þátttöku Hagfræðistofnunar í vinnunni,“ segir Ragnheiður Elín. Allar þær ákvarðanir sem teknar verði í framtíðinni verði betri ef byggt verði á bestu fáanlegu upplýsingunum. „Því vil ég leyfa þessu ferli sem og málinu gegn MS að fara sinn gang í kerfinu. Ég vona svo sannarlega að það þurfi ekki að taka langan tíma. Endurskoðun þarf allavega ekki að gera það,“ segir hún.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent