Aron Einar: Vonandi fáum við stuðning út á mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2014 07:00 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði. Vísir/Getty „Það er orðið svolítið síðan ég spilaði þarna á vellinum. Það verður mjög gaman að fá að leiða liðið út á völlinn og vera í útiklefanum og svona,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson en Ísland mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. Aron Einar er í raun á heimavelli þar sem hann leikur með Cardiff. Hann hefur aftur á móti lítið fengið að spila upp á síðkastið. Hann ætlar þó að sýna stjóra Cardiff, Ole Gunnar Solskjær, í leiknum að hann hafi ýmislegt fram að færa. „Vonandi fáum við einhvern stuðning út á mig. Það veltur svolítið á því hversu margir stuðningsmenn Swansea mæta á völlinn. Það er fínt að fá leik núna og sýna sig aðeins. Það er ekkert sjálfgefið að menn séu í liðinu hjá félagi í ensku úrvalsdeildinni. Ég er að vinna að því að komast aftur inn. Ég er á þeim tímapunkti á ferlinum að ég þarf að spila. Þetta kemur allt með kalda vatninu.“ Ísland er í 48. sæti á FIFA-listanum en Wales í 51. sæti. Samkvæmt listanum eru liðin því áþekk að getu. „Það eru allir klárir í þetta verkefni. Kjörið tækifæri til þess að sýna og sig og sanna eftir Króatíuleikina. Menn vilja komast á rétta braut aftur og fara að vinna leiki. Við vitum líka að Wales er með hörkulið og þetta verður erfiður leikur.“ Strákarnir héldu langan fund í gær. Þar var farið yfir síðustu tvö ár hjá liðinu og byrjað að horfa til framtíðar. Næsta haust hefst undankeppni EM og verða ekki margir æfingaleikir áður en alvaran byrjar. „Þjálfararnir vilja sjá meiri stöðugleika hjá liðinu og að það sé þétt. Walesverjarnir eru líkamlega sterkir og flottir leikmenn inn á milli. Engu að síður leggjum við þennan leik upp með því að vinna hann. Menn ætla að standa sig vel í þessum leik og nýta hann vel í undirbúninginn fyrir EM. Svo verðum við að hafa gaman af þessu, það skiptir miklu máli. Sigur er alltaf ljúfur samt og það skiptir máli að vinna leiki þó að leikurinn gefi engin stig.“ Wales teflir fram alvöru stjörnu í kvöld, sjálfum Gareth Bale, leikmanni Real Madrid. Þennan dýrasta leikmann heims þarf að passa sérstaklega vel í leiknum. „Við verðum einhvern veginn að hægja á honum. Hann hefur verið á blússandi siglingu með Real Madrid upp á síðkastið. Hann er mikilvægur fyrir Wales. Það verður erfitt að stöðva hann en við verðum að leysa það,“ segir Aron en hann bendir á að Wales eigi líka fleiri öfluga stráka sem spili í efstu tveim deildunum á Englandi. „Þetta verður alltaf mikill baráttuleikur. Bretarnir gefa sjaldan eftir þar. Það verður alltaf eitthvað um tæklingar, það er alveg klárt. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir þar.“ Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ledley ekki með Wales en fyrirliðinn klár í slaginn Joe Ledley þurfti að draga sig úr velska hópnum vegna meiðsla og spilar því ekki á morgun. 4. mars 2014 19:15 Bale gæti spilað allan leikinn á móti Íslandi Dýrasti leikmaður heims er klár í slaginn gegn strákunum okkar og landsliðsþjálfarinn vill láta hann spila 90 mínútur. 4. mars 2014 21:30 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
„Það er orðið svolítið síðan ég spilaði þarna á vellinum. Það verður mjög gaman að fá að leiða liðið út á völlinn og vera í útiklefanum og svona,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson en Ísland mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. Aron Einar er í raun á heimavelli þar sem hann leikur með Cardiff. Hann hefur aftur á móti lítið fengið að spila upp á síðkastið. Hann ætlar þó að sýna stjóra Cardiff, Ole Gunnar Solskjær, í leiknum að hann hafi ýmislegt fram að færa. „Vonandi fáum við einhvern stuðning út á mig. Það veltur svolítið á því hversu margir stuðningsmenn Swansea mæta á völlinn. Það er fínt að fá leik núna og sýna sig aðeins. Það er ekkert sjálfgefið að menn séu í liðinu hjá félagi í ensku úrvalsdeildinni. Ég er að vinna að því að komast aftur inn. Ég er á þeim tímapunkti á ferlinum að ég þarf að spila. Þetta kemur allt með kalda vatninu.“ Ísland er í 48. sæti á FIFA-listanum en Wales í 51. sæti. Samkvæmt listanum eru liðin því áþekk að getu. „Það eru allir klárir í þetta verkefni. Kjörið tækifæri til þess að sýna og sig og sanna eftir Króatíuleikina. Menn vilja komast á rétta braut aftur og fara að vinna leiki. Við vitum líka að Wales er með hörkulið og þetta verður erfiður leikur.“ Strákarnir héldu langan fund í gær. Þar var farið yfir síðustu tvö ár hjá liðinu og byrjað að horfa til framtíðar. Næsta haust hefst undankeppni EM og verða ekki margir æfingaleikir áður en alvaran byrjar. „Þjálfararnir vilja sjá meiri stöðugleika hjá liðinu og að það sé þétt. Walesverjarnir eru líkamlega sterkir og flottir leikmenn inn á milli. Engu að síður leggjum við þennan leik upp með því að vinna hann. Menn ætla að standa sig vel í þessum leik og nýta hann vel í undirbúninginn fyrir EM. Svo verðum við að hafa gaman af þessu, það skiptir miklu máli. Sigur er alltaf ljúfur samt og það skiptir máli að vinna leiki þó að leikurinn gefi engin stig.“ Wales teflir fram alvöru stjörnu í kvöld, sjálfum Gareth Bale, leikmanni Real Madrid. Þennan dýrasta leikmann heims þarf að passa sérstaklega vel í leiknum. „Við verðum einhvern veginn að hægja á honum. Hann hefur verið á blússandi siglingu með Real Madrid upp á síðkastið. Hann er mikilvægur fyrir Wales. Það verður erfitt að stöðva hann en við verðum að leysa það,“ segir Aron en hann bendir á að Wales eigi líka fleiri öfluga stráka sem spili í efstu tveim deildunum á Englandi. „Þetta verður alltaf mikill baráttuleikur. Bretarnir gefa sjaldan eftir þar. Það verður alltaf eitthvað um tæklingar, það er alveg klárt. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir þar.“
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ledley ekki með Wales en fyrirliðinn klár í slaginn Joe Ledley þurfti að draga sig úr velska hópnum vegna meiðsla og spilar því ekki á morgun. 4. mars 2014 19:15 Bale gæti spilað allan leikinn á móti Íslandi Dýrasti leikmaður heims er klár í slaginn gegn strákunum okkar og landsliðsþjálfarinn vill láta hann spila 90 mínútur. 4. mars 2014 21:30 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Ledley ekki með Wales en fyrirliðinn klár í slaginn Joe Ledley þurfti að draga sig úr velska hópnum vegna meiðsla og spilar því ekki á morgun. 4. mars 2014 19:15
Bale gæti spilað allan leikinn á móti Íslandi Dýrasti leikmaður heims er klár í slaginn gegn strákunum okkar og landsliðsþjálfarinn vill láta hann spila 90 mínútur. 4. mars 2014 21:30