Aron Einar: Vonandi fáum við stuðning út á mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2014 07:00 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði. Vísir/Getty „Það er orðið svolítið síðan ég spilaði þarna á vellinum. Það verður mjög gaman að fá að leiða liðið út á völlinn og vera í útiklefanum og svona,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson en Ísland mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. Aron Einar er í raun á heimavelli þar sem hann leikur með Cardiff. Hann hefur aftur á móti lítið fengið að spila upp á síðkastið. Hann ætlar þó að sýna stjóra Cardiff, Ole Gunnar Solskjær, í leiknum að hann hafi ýmislegt fram að færa. „Vonandi fáum við einhvern stuðning út á mig. Það veltur svolítið á því hversu margir stuðningsmenn Swansea mæta á völlinn. Það er fínt að fá leik núna og sýna sig aðeins. Það er ekkert sjálfgefið að menn séu í liðinu hjá félagi í ensku úrvalsdeildinni. Ég er að vinna að því að komast aftur inn. Ég er á þeim tímapunkti á ferlinum að ég þarf að spila. Þetta kemur allt með kalda vatninu.“ Ísland er í 48. sæti á FIFA-listanum en Wales í 51. sæti. Samkvæmt listanum eru liðin því áþekk að getu. „Það eru allir klárir í þetta verkefni. Kjörið tækifæri til þess að sýna og sig og sanna eftir Króatíuleikina. Menn vilja komast á rétta braut aftur og fara að vinna leiki. Við vitum líka að Wales er með hörkulið og þetta verður erfiður leikur.“ Strákarnir héldu langan fund í gær. Þar var farið yfir síðustu tvö ár hjá liðinu og byrjað að horfa til framtíðar. Næsta haust hefst undankeppni EM og verða ekki margir æfingaleikir áður en alvaran byrjar. „Þjálfararnir vilja sjá meiri stöðugleika hjá liðinu og að það sé þétt. Walesverjarnir eru líkamlega sterkir og flottir leikmenn inn á milli. Engu að síður leggjum við þennan leik upp með því að vinna hann. Menn ætla að standa sig vel í þessum leik og nýta hann vel í undirbúninginn fyrir EM. Svo verðum við að hafa gaman af þessu, það skiptir miklu máli. Sigur er alltaf ljúfur samt og það skiptir máli að vinna leiki þó að leikurinn gefi engin stig.“ Wales teflir fram alvöru stjörnu í kvöld, sjálfum Gareth Bale, leikmanni Real Madrid. Þennan dýrasta leikmann heims þarf að passa sérstaklega vel í leiknum. „Við verðum einhvern veginn að hægja á honum. Hann hefur verið á blússandi siglingu með Real Madrid upp á síðkastið. Hann er mikilvægur fyrir Wales. Það verður erfitt að stöðva hann en við verðum að leysa það,“ segir Aron en hann bendir á að Wales eigi líka fleiri öfluga stráka sem spili í efstu tveim deildunum á Englandi. „Þetta verður alltaf mikill baráttuleikur. Bretarnir gefa sjaldan eftir þar. Það verður alltaf eitthvað um tæklingar, það er alveg klárt. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir þar.“ Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ledley ekki með Wales en fyrirliðinn klár í slaginn Joe Ledley þurfti að draga sig úr velska hópnum vegna meiðsla og spilar því ekki á morgun. 4. mars 2014 19:15 Bale gæti spilað allan leikinn á móti Íslandi Dýrasti leikmaður heims er klár í slaginn gegn strákunum okkar og landsliðsþjálfarinn vill láta hann spila 90 mínútur. 4. mars 2014 21:30 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
„Það er orðið svolítið síðan ég spilaði þarna á vellinum. Það verður mjög gaman að fá að leiða liðið út á völlinn og vera í útiklefanum og svona,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson en Ísland mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. Aron Einar er í raun á heimavelli þar sem hann leikur með Cardiff. Hann hefur aftur á móti lítið fengið að spila upp á síðkastið. Hann ætlar þó að sýna stjóra Cardiff, Ole Gunnar Solskjær, í leiknum að hann hafi ýmislegt fram að færa. „Vonandi fáum við einhvern stuðning út á mig. Það veltur svolítið á því hversu margir stuðningsmenn Swansea mæta á völlinn. Það er fínt að fá leik núna og sýna sig aðeins. Það er ekkert sjálfgefið að menn séu í liðinu hjá félagi í ensku úrvalsdeildinni. Ég er að vinna að því að komast aftur inn. Ég er á þeim tímapunkti á ferlinum að ég þarf að spila. Þetta kemur allt með kalda vatninu.“ Ísland er í 48. sæti á FIFA-listanum en Wales í 51. sæti. Samkvæmt listanum eru liðin því áþekk að getu. „Það eru allir klárir í þetta verkefni. Kjörið tækifæri til þess að sýna og sig og sanna eftir Króatíuleikina. Menn vilja komast á rétta braut aftur og fara að vinna leiki. Við vitum líka að Wales er með hörkulið og þetta verður erfiður leikur.“ Strákarnir héldu langan fund í gær. Þar var farið yfir síðustu tvö ár hjá liðinu og byrjað að horfa til framtíðar. Næsta haust hefst undankeppni EM og verða ekki margir æfingaleikir áður en alvaran byrjar. „Þjálfararnir vilja sjá meiri stöðugleika hjá liðinu og að það sé þétt. Walesverjarnir eru líkamlega sterkir og flottir leikmenn inn á milli. Engu að síður leggjum við þennan leik upp með því að vinna hann. Menn ætla að standa sig vel í þessum leik og nýta hann vel í undirbúninginn fyrir EM. Svo verðum við að hafa gaman af þessu, það skiptir miklu máli. Sigur er alltaf ljúfur samt og það skiptir máli að vinna leiki þó að leikurinn gefi engin stig.“ Wales teflir fram alvöru stjörnu í kvöld, sjálfum Gareth Bale, leikmanni Real Madrid. Þennan dýrasta leikmann heims þarf að passa sérstaklega vel í leiknum. „Við verðum einhvern veginn að hægja á honum. Hann hefur verið á blússandi siglingu með Real Madrid upp á síðkastið. Hann er mikilvægur fyrir Wales. Það verður erfitt að stöðva hann en við verðum að leysa það,“ segir Aron en hann bendir á að Wales eigi líka fleiri öfluga stráka sem spili í efstu tveim deildunum á Englandi. „Þetta verður alltaf mikill baráttuleikur. Bretarnir gefa sjaldan eftir þar. Það verður alltaf eitthvað um tæklingar, það er alveg klárt. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir þar.“
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ledley ekki með Wales en fyrirliðinn klár í slaginn Joe Ledley þurfti að draga sig úr velska hópnum vegna meiðsla og spilar því ekki á morgun. 4. mars 2014 19:15 Bale gæti spilað allan leikinn á móti Íslandi Dýrasti leikmaður heims er klár í slaginn gegn strákunum okkar og landsliðsþjálfarinn vill láta hann spila 90 mínútur. 4. mars 2014 21:30 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Ledley ekki með Wales en fyrirliðinn klár í slaginn Joe Ledley þurfti að draga sig úr velska hópnum vegna meiðsla og spilar því ekki á morgun. 4. mars 2014 19:15
Bale gæti spilað allan leikinn á móti Íslandi Dýrasti leikmaður heims er klár í slaginn gegn strákunum okkar og landsliðsþjálfarinn vill láta hann spila 90 mínútur. 4. mars 2014 21:30