Enski boltinn

Frábær fyrri hálfleikur dugði Stoke

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Innilegur fögnuður
Innilegur fögnuður Vísir/Getty
Stoke skellti Arsenal 3-2 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kaflaskiptum leik. Stoke var 3-0 yfir í hálfleik.

Stoke fékk svo sannarlega óskabyrjun þegar Peter Crouch eftir aðeins 18 sekúndur. Ekki batnaði staða Arsenal þegar Bojan bætti öðru marki við á 35. mínútu.

Stoke hafði tapað þremur leikjum í röð en það var ekki að sjá á leik liðsins því Jonathan Walters gerði út um leikinn með þriðja markinu rétt fyrir hálfleik.

Allt benti til þess að Stoke væri endanlega að gera út um leikinn þegar Bojan kom boltanum í markið þegar tæplega hálftími var eftir en aðeins andartaki síðar fékk Arsenal víti og líflínu því Santiago Cazorla skoraði úr vítinu á 68. mínútu.

Tveimur mínútum síðar minnkaði Aaron Ramsey muninn í 3-2 en nær komst liðið ekki og Stoke fagnaði langþráðum sigri.

Arsenal er í 6. sæti með 23 stig eftir 15 leiki. Stoke er í 12. sæti með 18 stig.

Crouch skorar eftir aðeins 18 sekúndur: Bojan með laglegt mark: Walters kemur Stoke í 3-0: Mark dæmt af Bojan og Arsenal svarar með tveimur mörkum:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×