Ríflega þriðjungur barna á biðlista Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2014 07:00 Börn niður í sex ára aldur eru á biðlistunum ásamt börnum með sérstakar þarfir. vísir/Stefán Skólar Hafnarfjarðarbæjar eru byrjaðir en enn vantar fjölmörg börn pláss á frístundaheimili bæjarins. Ríflega sjö hundruð umsóknir um frístundaheimili bárust en um 250 börn eru á biðlista og vantar 18-20 starfsmenn til að geta boðið börnunum pláss. Geir Bjarnson, æskulýðs- og forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar, segir töluvert af fólki hafa sótt um stöðurnar síðustu tvo daga en jafnvel þótt ráðningar úr þeim hópi gangi upp vanti enn um 10-14 starfsmenn. „Við höfum auglýst í stöðurnar í allt sumar á síðu bæjarins og síðustu vikur auglýst á öðrum stöðum. Við höfum einnig verið í samstarfi við Vinnumálastofnun sem hefur fjöldann allan af atvinnulausum á skrá en höfum ekki fengið umsóknir úr þeim hópi. Þetta er hálft starf og þótt fólk fái hálfar bætur á móti þá vill það mögulega ekki missa hlunnindi sín, eins og frítt í sund og bókasöfn.“ Börnin á biðlistanum eru alveg niður í sex ára aldur og sum hafa sérstakar þarfir. „Við forgangsröðum og hleypum yngstu börnunum fyrst inn en við hleypum ekki fötluðu barni inn nema stuðningsfulltrúi fyrir það hafi verið ráðinn.“Geir Bjarnason, æskulýðs- og forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar.Geir segir marga foreldra ergilega og skammast yfir að ekki hafi verið auglýst betur eftir starfsfólki. „Það er ekki vandamálið. Við höfum auglýst nóg. Þessi árgangur sem er að koma upp í skólana núna er stærsti árgangur Íslandssögunnar og við höfum að hámarki fimmtán börn á hvern starfsmann. Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum og við gefum engan afslátt af því,“ segir Geir og bætir við að einnig hafi sérstaklega margar umsóknir borist frá eldri börnum ásamt því að með batnandi atvinnuástandi séu fleiri foreldrar útivinnandi. Biðlistarnir eru lengstir í Áslandsskóla og Hraunvallaskóla og húsnæðið er einnig orðið of lítið. „Þetta eru ný hverfi og margt fjölskyldufólk býr í þeim. Staðan er þannig að of mörg börn eru í of litlu rými en við erum að vinna í þeim málum, ásamt manneklunni.“ Ástandið hefur ekki verið svo slæmt í Hafnarfirði áður en Reykjavíkurborg glímdi við svipaðan vanda fyrir fáeinum árum. Geir segir að litið sé til þeirra leiða sem borgin notaði og reynt að læra af þeim. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Skólar Hafnarfjarðarbæjar eru byrjaðir en enn vantar fjölmörg börn pláss á frístundaheimili bæjarins. Ríflega sjö hundruð umsóknir um frístundaheimili bárust en um 250 börn eru á biðlista og vantar 18-20 starfsmenn til að geta boðið börnunum pláss. Geir Bjarnson, æskulýðs- og forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar, segir töluvert af fólki hafa sótt um stöðurnar síðustu tvo daga en jafnvel þótt ráðningar úr þeim hópi gangi upp vanti enn um 10-14 starfsmenn. „Við höfum auglýst í stöðurnar í allt sumar á síðu bæjarins og síðustu vikur auglýst á öðrum stöðum. Við höfum einnig verið í samstarfi við Vinnumálastofnun sem hefur fjöldann allan af atvinnulausum á skrá en höfum ekki fengið umsóknir úr þeim hópi. Þetta er hálft starf og þótt fólk fái hálfar bætur á móti þá vill það mögulega ekki missa hlunnindi sín, eins og frítt í sund og bókasöfn.“ Börnin á biðlistanum eru alveg niður í sex ára aldur og sum hafa sérstakar þarfir. „Við forgangsröðum og hleypum yngstu börnunum fyrst inn en við hleypum ekki fötluðu barni inn nema stuðningsfulltrúi fyrir það hafi verið ráðinn.“Geir Bjarnason, æskulýðs- og forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar.Geir segir marga foreldra ergilega og skammast yfir að ekki hafi verið auglýst betur eftir starfsfólki. „Það er ekki vandamálið. Við höfum auglýst nóg. Þessi árgangur sem er að koma upp í skólana núna er stærsti árgangur Íslandssögunnar og við höfum að hámarki fimmtán börn á hvern starfsmann. Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum og við gefum engan afslátt af því,“ segir Geir og bætir við að einnig hafi sérstaklega margar umsóknir borist frá eldri börnum ásamt því að með batnandi atvinnuástandi séu fleiri foreldrar útivinnandi. Biðlistarnir eru lengstir í Áslandsskóla og Hraunvallaskóla og húsnæðið er einnig orðið of lítið. „Þetta eru ný hverfi og margt fjölskyldufólk býr í þeim. Staðan er þannig að of mörg börn eru í of litlu rými en við erum að vinna í þeim málum, ásamt manneklunni.“ Ástandið hefur ekki verið svo slæmt í Hafnarfirði áður en Reykjavíkurborg glímdi við svipaðan vanda fyrir fáeinum árum. Geir segir að litið sé til þeirra leiða sem borgin notaði og reynt að læra af þeim.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira