Erlent

Þúsundir minntust myrta blaðamannsins Hrant Dink

Mannfjöldinn krafðist þess að Hrant Dink fengi uppreisn æru.
Mannfjöldinn krafðist þess að Hrant Dink fengi uppreisn æru. Nordicphotos/AFP
Þúsundir manna komu saman í Istanbúl í gær til að minnast blaðamannsins Hrants Dink, sem myrtur var 19. janúar árið 2007.

Mannfjöldinn krafðist þess að Dink fengi uppreisn æru, en hann var 52 ára þegar hann var myrtur úti á götu um hábjartan dag fyrir utan skrifstofur dagblaðsins Argo í Istanbúl, þar sem hann starfaði.

Dink var einn helsti talsmaður armenska minnihlutans í Tyrklandi, en tyrkneskir þjóðernissinnar hötuðust við hann vegna þess að hann hikaði ekki við að kalla fjöldamorð Tyrkja á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar þjóðarmorð.

Óeirðalögreglan hafði mikinn viðbúnað í borginni af þessu tilefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×