Fótbolti

Ari Freyr hafði betur í Íslendingaslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ari Freyr í leik með íslenska landsliðinu.
Ari Freyr í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Andri Marinó
Hallgrímur Jónasson, Ari Freyr Skúlason og Theódór Elmar Bjarnason voru í eldlínunni í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Bröndby-maðurinn Simon Makienok sá um að afgreiða Sönderjyske, en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. Hallgrímur Jónasson spilaði allan leikinn fyrir Sönderjyske.

Sönderjyske er í níunda sæti deildarinnar af tólf liðum með fimm stig eftir jafn marga leiki. Bröndby er í sjötta sæti með tveimur stigum fleira.

Síðasti leikur dagsins í danska boltanum var svo Íslendingaslagur, þegar Randers mætti OB. Emil Larsen og Lasse Nielsen skoruðu mörk OB í 2-0 sigri. Ari Freyr spilaði fyrstu 80. mínúturnar fyrir OB, en Theódór Elmar spilaði allan leikinn hjá Randers.

Randers er í fjórða sæti deildarinnar með níu stig, en sigurinn í dag var fyrsti sigur OB á tímabilinu. Þeir eru í áttunda sæti með fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×