Parketslípari undir fölsku flaggi 21. mars 2014 15:25 Vísir/Samsett „Ég hef þurft að fara og laga gólf eftir hann,“ segir Halldór Sveinsson, eigandi Parketslíparans ehf. Hann segir farir sínar ekki sléttar af Jörgen Má Guðnasyni sem heldur úti vefsíðunni Parketslíparinn.is. Fólk rugli endurtekið saman fyrirtæki Halldórs og vefsíðunni sem Jörgen haldi úti. Fólk hefur leitað eftir viðskiptum við fyrirtæki Halldórs, farið á heimasíðuna Jörgens og rætt við hann í síma. Fréttastofa þekkir dæmi þess að Jörgen hafi tekið að sér verkefni, undir því yfirskyni að hann væri í raun starfsmaður fyrirtækis Halldórs, og krafið það greiðslu. Halldór segir málið afar ruglandi fyrir viðskiptavini sína og hefur tvívegis kært Jörgen til Neytendastofu vegna þessa. Fréttastofa hefur rætt við fjölda fólks sem telur sig svikið af Jörgen, bæði í parketslípun og á leigumarkaðinum. Fjallað var um meint brask Jörgens í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum þar sem tvær stúlkur lýstu því hvernig þær hefðu verið sviknar.Nýtir sér lénið til svika Jörgen hefur nýtt sér lénið parketsliparinn.is til þess að verða sér út um verkefni sem ætluðu að leita til Halldórs. Halldór hefur í kjölfarið þurft að fara á vettvang og laga gólf sem Jörgen hefur slípað. „Ég vil ekki fullyrða að hann hafi aldrei gert neitt vel. Það getur vel verið að það séu einhverjir viðskiptavinir ánægðir. En ég hef samt fengið fjölda símtala þar sem fólk hefur haldið að Jörgen væri á mínum vegum og það hefur verið óánægt með verkið sem hann skilar af sér. Ég hef oft þurft að fara og laga gólf eftir hann og hef gefið fólki ríflegan afslátt því ég finn til með því,“ segir Halldór. Það má því segja að hann sé að sigla undir fölsku flaggi þegar hann slípar parket? „Já alveg hiklaust,“ segir Halldór.Kærurnar tvær Fyrri kæran barst Neytendastofu í október 2011. Í henni kemur fram að þann 7. október 2011 hafi framkvæmdastjóri Parketslíparans ehf. orðið var við útvarpsauglýsingu hjá RÚV þar sem auglýst hafi verið undir nafni Parketslíparans. Í kærunni segir einnig: „Til að bæta gráu ofan á svart sé fyrirtækið titlað sem Parketslíparinn í símaskránni, svarað sé í síma undir nafninu Parketslíparinn og fyrirtækið kynnt sem Parketslíparinn á léninu parketsliparinn.is.“ Neytendastofa hafði samband við Jörgen vegna málsins. Hans svar var einfalt: „Fyrstur kemur fyrstur fær.“ Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að Jörgen sé ekki heimilt að nota nafnið Parketslíparinn á fyrirtækið sitt. „Neytendastofa telur að Jörgen Má hafi mátt vera ljóst að það væri villandi og til þess fallið að valda ruglingi á milli aðilanna að taka upp heitið auk þess sem kaupendur gætu talið að það tengdist Parketslíparanum ehf. Neytendastofa fær ekki betur séð en með því að velja heitið Parketslíparinn á fyrirtæki sitt hafi Jörgen Már ætlað að nýta sér viðskiptavild Parketslíparans ehf. og hafa þannig áhrif á eftirspurn eftir þjónustu fyrirtækisins,“ segir einnig í úrskurðinum. Neytendastofa taldi þó ekki tilefni til þess að gera athugasemd við að Jörgen væri með lénið parketslíparinn.is, kæmi hann því skýrt á framfæri að fyrirtækið hans héti ekki Parketslíparinn. Halldór lagði inn aðra kæru til Neytendastofu vegna Jörgens í fyrra. Enn á eftir að úrskurða í því máli. Halldór vill meina að Jörgen hafi ekki farið eftir síðasta úrskurði Neytendastofu – hann reyni enn að villa um fyrir neytendum. Á meðfylgjandi myndum verður ekki annað séð en að Halldór hafi mikið til síns máls.Ekki hægt að breyta síðunni Fréttastofa hafði samband við Jörgen vegna málsins. Hann segir ekki hægt að breyta heimasíðunni, hún sé læst. „Ég reyndi að fá þá sem hýsa síðuna til að breyta henni, en það var ekki hægt,“ segir Jörgen Már. Hann neitar ásökunum um að hann sigli undir fölsku flaggi í parketslípuninni. Hann segir að ef hann gæti breytt heimasíðunni myndi hann gera það. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
„Ég hef þurft að fara og laga gólf eftir hann,“ segir Halldór Sveinsson, eigandi Parketslíparans ehf. Hann segir farir sínar ekki sléttar af Jörgen Má Guðnasyni sem heldur úti vefsíðunni Parketslíparinn.is. Fólk rugli endurtekið saman fyrirtæki Halldórs og vefsíðunni sem Jörgen haldi úti. Fólk hefur leitað eftir viðskiptum við fyrirtæki Halldórs, farið á heimasíðuna Jörgens og rætt við hann í síma. Fréttastofa þekkir dæmi þess að Jörgen hafi tekið að sér verkefni, undir því yfirskyni að hann væri í raun starfsmaður fyrirtækis Halldórs, og krafið það greiðslu. Halldór segir málið afar ruglandi fyrir viðskiptavini sína og hefur tvívegis kært Jörgen til Neytendastofu vegna þessa. Fréttastofa hefur rætt við fjölda fólks sem telur sig svikið af Jörgen, bæði í parketslípun og á leigumarkaðinum. Fjallað var um meint brask Jörgens í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum þar sem tvær stúlkur lýstu því hvernig þær hefðu verið sviknar.Nýtir sér lénið til svika Jörgen hefur nýtt sér lénið parketsliparinn.is til þess að verða sér út um verkefni sem ætluðu að leita til Halldórs. Halldór hefur í kjölfarið þurft að fara á vettvang og laga gólf sem Jörgen hefur slípað. „Ég vil ekki fullyrða að hann hafi aldrei gert neitt vel. Það getur vel verið að það séu einhverjir viðskiptavinir ánægðir. En ég hef samt fengið fjölda símtala þar sem fólk hefur haldið að Jörgen væri á mínum vegum og það hefur verið óánægt með verkið sem hann skilar af sér. Ég hef oft þurft að fara og laga gólf eftir hann og hef gefið fólki ríflegan afslátt því ég finn til með því,“ segir Halldór. Það má því segja að hann sé að sigla undir fölsku flaggi þegar hann slípar parket? „Já alveg hiklaust,“ segir Halldór.Kærurnar tvær Fyrri kæran barst Neytendastofu í október 2011. Í henni kemur fram að þann 7. október 2011 hafi framkvæmdastjóri Parketslíparans ehf. orðið var við útvarpsauglýsingu hjá RÚV þar sem auglýst hafi verið undir nafni Parketslíparans. Í kærunni segir einnig: „Til að bæta gráu ofan á svart sé fyrirtækið titlað sem Parketslíparinn í símaskránni, svarað sé í síma undir nafninu Parketslíparinn og fyrirtækið kynnt sem Parketslíparinn á léninu parketsliparinn.is.“ Neytendastofa hafði samband við Jörgen vegna málsins. Hans svar var einfalt: „Fyrstur kemur fyrstur fær.“ Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að Jörgen sé ekki heimilt að nota nafnið Parketslíparinn á fyrirtækið sitt. „Neytendastofa telur að Jörgen Má hafi mátt vera ljóst að það væri villandi og til þess fallið að valda ruglingi á milli aðilanna að taka upp heitið auk þess sem kaupendur gætu talið að það tengdist Parketslíparanum ehf. Neytendastofa fær ekki betur séð en með því að velja heitið Parketslíparinn á fyrirtæki sitt hafi Jörgen Már ætlað að nýta sér viðskiptavild Parketslíparans ehf. og hafa þannig áhrif á eftirspurn eftir þjónustu fyrirtækisins,“ segir einnig í úrskurðinum. Neytendastofa taldi þó ekki tilefni til þess að gera athugasemd við að Jörgen væri með lénið parketslíparinn.is, kæmi hann því skýrt á framfæri að fyrirtækið hans héti ekki Parketslíparinn. Halldór lagði inn aðra kæru til Neytendastofu vegna Jörgens í fyrra. Enn á eftir að úrskurða í því máli. Halldór vill meina að Jörgen hafi ekki farið eftir síðasta úrskurði Neytendastofu – hann reyni enn að villa um fyrir neytendum. Á meðfylgjandi myndum verður ekki annað séð en að Halldór hafi mikið til síns máls.Ekki hægt að breyta síðunni Fréttastofa hafði samband við Jörgen vegna málsins. Hann segir ekki hægt að breyta heimasíðunni, hún sé læst. „Ég reyndi að fá þá sem hýsa síðuna til að breyta henni, en það var ekki hægt,“ segir Jörgen Már. Hann neitar ásökunum um að hann sigli undir fölsku flaggi í parketslípuninni. Hann segir að ef hann gæti breytt heimasíðunni myndi hann gera það.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira