Enski boltinn

Schmeichel sér ekki eftir því að yfirgefa Manchester

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kasper Schmeichel ver mark Leicester í úrvalsdeildinni í vetur.
Kasper Schmeichel ver mark Leicester í úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty
Kasper Schmeichel, markvörður Leicester City, segir það besta sem hann hefur gert á sínum ferli að hætta hjá Manchester City árið 2009.

Kasper, sem er sonur goðsagnarinnar PetersSchmeichel, spilaði átta úrvalsdeildarleiki fyrir City áður en hann gekk í raðir Notts County í D-deildinni árið 2009.

Þaðan fór hann til Leeds og svo Leicester þar sem hann hefur spilað mjög vel og verið einn besti markvörður ensku B-deildarinnar. Schmeichel undirbýr sig nú fyrir úrvalsdeildina með Refunum sem mæta Everton í fyrsta leik á sunnudaginn.

„Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið í mínu lífi,“ segir Schmeichel í viðtali við Sky. „Ég spilaði ekkert fyrir City og átti mér enga framtíð þar. Þannig var engin ástæða til að vera áfram.“

„Ég elskaði að vera hjá Notts County. Það var frábært að spila heila leiktíð og vinna D-deildina. Það var ekki jafngaman hjá Leeds, en síðan kom ég til Leicester og þar hafa tekið við frábærir tímar.“

„Ég skrifaði undir fjögurra ára samning í sumar þannig framtíð mín er nokkuð ráðin. Nú liggur metnaðurinn minn bara að spila í úrvalsdeildinni og vonandi að halda okkar sæti þar,“ segir Kasper Schmeichel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×