Friðsamleg mótmæli í Ferguson - Samskipti leysa táragasið af hólmi Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2014 10:50 Mikil breyting hefur orðið á viðbúnaði lögreglunnar í Ferguson. Vísir/AP Haldin voru mótmæli í Ferguson, úthverfi St. Louis í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Var það fimmti dagurinn í röð þar sem því er mótmælt að lögregla hafi skotið hinn 18 ára Michael Brown til bana um helgina. Að þessu sinni voru mótmælin þó friðsamleg. Ríkisstjóri Missouri, Jay Nixon skipaði fylkislögreglu að taka við af lögreglunni Ferguson. Þeir höfðu mætt mótmælendum þungvopnaðir í óeirðabúnaði og á brynvörðum bílum. Þá höfðu þeir lent í átökum við mótmælendur og skotið táragasi, reyksprengjum og gúmmíkúlum að þeim. Einnig skutu þeir táragasi að fréttamönnum Al Jazeera. „Það eina sem þeir gerðu þegar þeir sáu okkur var að skjóta táragasi á okkur,“ segir Pedro Smith við AP fréttaveituna. Hann hefur tekið þátt í mótmælunum frá upphafi. „Nú er komið fram við okkur af virðingu.“ Af 21 þúsund íbúum Ferguson eru um 70 prósent þeirra þeldökkir, en einungis þrír af 53 lögreglumönnum bæjarins.Mótmælin fóru friðsamlega fram í gærkvöldi, í fyrsta sinn í fimm daga.Vísir/APBarack Obama, forseti Bandaríkjanna tjáði sig opinberlega um málið í fyrsta sinn í gær. Hann sagði ofbeldi bæði gegn lögreglu og friðsamlegum mótmælendum óafsakanlegt. Fylkisstjórinn skipaði Ron Johnson að leiða aðgerðir fylkislögreglunnar í Ferguson, en hann er þeldökkur. Í mótmælunum í gær gekk hann, ásamt öðrum háttsettum meðlimum fylkislögreglunnar, með mótmælendum. „Við erum hér til að þjóna og vernda,“ sagði Johnson. „Ekki til að valda ótta.“ AP segir mótmælin í gær hafa farið friðsamlega fram og að einhverju leyti minnt á skrúðgöngu. Íbúar Ferguson buðu upp á ókeypis veitingar og tónlist var spiluð víða.Fólk kom saman víða um Bandaríkin í gær til að mótmæla dauða Michael Brown. Hér má sjá friðsamleg mótmæli á Times torgi í New York.Vísir/AP Tweets about '#mikebrown #ferguson' Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Haldin voru mótmæli í Ferguson, úthverfi St. Louis í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Var það fimmti dagurinn í röð þar sem því er mótmælt að lögregla hafi skotið hinn 18 ára Michael Brown til bana um helgina. Að þessu sinni voru mótmælin þó friðsamleg. Ríkisstjóri Missouri, Jay Nixon skipaði fylkislögreglu að taka við af lögreglunni Ferguson. Þeir höfðu mætt mótmælendum þungvopnaðir í óeirðabúnaði og á brynvörðum bílum. Þá höfðu þeir lent í átökum við mótmælendur og skotið táragasi, reyksprengjum og gúmmíkúlum að þeim. Einnig skutu þeir táragasi að fréttamönnum Al Jazeera. „Það eina sem þeir gerðu þegar þeir sáu okkur var að skjóta táragasi á okkur,“ segir Pedro Smith við AP fréttaveituna. Hann hefur tekið þátt í mótmælunum frá upphafi. „Nú er komið fram við okkur af virðingu.“ Af 21 þúsund íbúum Ferguson eru um 70 prósent þeirra þeldökkir, en einungis þrír af 53 lögreglumönnum bæjarins.Mótmælin fóru friðsamlega fram í gærkvöldi, í fyrsta sinn í fimm daga.Vísir/APBarack Obama, forseti Bandaríkjanna tjáði sig opinberlega um málið í fyrsta sinn í gær. Hann sagði ofbeldi bæði gegn lögreglu og friðsamlegum mótmælendum óafsakanlegt. Fylkisstjórinn skipaði Ron Johnson að leiða aðgerðir fylkislögreglunnar í Ferguson, en hann er þeldökkur. Í mótmælunum í gær gekk hann, ásamt öðrum háttsettum meðlimum fylkislögreglunnar, með mótmælendum. „Við erum hér til að þjóna og vernda,“ sagði Johnson. „Ekki til að valda ótta.“ AP segir mótmælin í gær hafa farið friðsamlega fram og að einhverju leyti minnt á skrúðgöngu. Íbúar Ferguson buðu upp á ókeypis veitingar og tónlist var spiluð víða.Fólk kom saman víða um Bandaríkin í gær til að mótmæla dauða Michael Brown. Hér má sjá friðsamleg mótmæli á Times torgi í New York.Vísir/AP Tweets about '#mikebrown #ferguson'
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira